Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Blaðsíða 30
FISKIMJÖL
TIL
MANNELDIS
Matur frá iðnaðarfiskverksmiðjum er framtíðar-
viðfangsefni Norðmanna
— Norðmenn gætu fætt 70 milljónir manna
Dr. Gudmund Sand,
forstjóri Rannsóknastofnana norska
fiskiðnaðarins.
Norse Fish Powder nýtur vin-
sælda í mörgum þróunarlöndum.
Við verðum að knýja fastar á
með skipulagðan samvinnugrund
völl um rannsóknir og sölu.
Á almennum fundi, sem rann-
sóknarstofnun norsku síldar-
mjölsverksmiðjanna g’ekkst fyrir
í Bergen í haust, flutti forstjóri
stofnunarinnar Gudmund Sand,
fróðlegt erindi, sem hann kallaði
„Matur frá iðnaðarfiskverk-
smiðjum er framtíðarviðfangs-
efni Norðmanna“.
Erindi dr. G. Sand verður rak-
ið hér í stórum dráttum vegna
þess að hann gefur nokkuð glögga
grein fyrir þróun þeirra mála í
Noregi og áhuga hans fyrir því,
að orskar rannsóknarstofnanir í
fiskiðnaðinum sameinist um stór-
átak í því að framleiða fiskimjöl
til manneldis til handa þeim
mannmörgu vanþróuðu þjóðum,
sem standa á barmi hungurs
vegna skorts á fjörefnaríkri
fæðu.
Ræðumaðurinn hóf erindi sitt
með því að minna á eina af þeim
sönnu frásögnum úr síðustu
heimsstyrjöld þegar landsmenn
börðust upp á líf og dauða við að
bjarga sér frá hungurdauðanum.
I þessu tilfelli var það síldar-
mjölssekkur sem kom við sögu.
Könnunarflugvél Bandamanna
var skotin niður yfir hálendi
Noregs og flugmennirnir tveir
björguðu lífi sínu með fallhlíf-
um.
1 fjalllendi Noregs var fátt til
matfanga og sulturinn svarf að.
Þá varð það þessum flótta-
mönum til lífs, að þeir fundu
síldarmjölssekk falinn í selkofa.
Þeir hikuðu ekki við að seðja
hungur sitt með síldarmjölinu.
„Nota flest í neyðum skal . . .“
Og ekki nóg með það.
Þeir áttu margar dagleiðir ó-
farnar að sænsku landamærun-
um og án frekari umsvifa tóku
þeir síldarmjölið á bakið, neyttu
þess og drukku norskt lindarvatn
með.
Þeir náðu sænsku landamærun-
um heilir á húfi.
Síldarmjölssekknum áttu þeir
líf sitt að launa. Hann bjargaði
þeim frá hungurdauða.
Síldiiriiijöl gutur bjargaö
inaimslifuni
Þessi saga og aðrar viðlíka,
gefa okkur óneitanlega tilefni til
hugleiðinga:
Síldarmjöl getur bjargað
mannslífum.
Og þá erum við komnir beint
að aðalviðfangsefninu, sem vek-
ur spurningar um möguleika á
kerfisbundinni og skipulagðri
nýtingu verksmiðjufisks til
manneldis.
Saga þessi og fleiri svipaðs
eðlis frá öðrum tilefnum færa
oss ótvíræð sannindi um, að síld-
armjöl getur bjargað mönnum
frá hungurdauða.
Og þá erum við komnir að
kjarna málsins, sem vekur spurn-
ingar um það, hvernig megi, á
kerfisbundinn hátt, skipuleggja
nýtingu verksmiðjufisks til
manneldis.
Áhuginn fyrir þessu vaknaði
VÍKINGUE
174