Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 32
vandamál sköpuðust og hvernig
þau voru leyst hvert af öðru.
Fyrsta prufusendingin var
framleidd í smáverksmiðju, sem
hönnuð var sérstaklega hvað
snerti hreinlæti og annan útbún-
að.
Mörg sýnishorn voru svo send
fyrir milligöngu norsku kirkj-
unnar til Indlands og Kamerun
þar sem þeim var deilt út frá
fjölda trúboðsstöðva.
Fyrstu ummæli um að matvara
þessi hefði mikið gildi komu frá
Kamerun. Sérstaka hrifningu
vakti hún hjá læknum trúboðs-
stöðvanna, sem héldu fram að al-
mennt heilsufar þeirra sjúklinga,
sem neyttu hennar hefðu stórum
batnað.
Þessi jákvæðu viðbrögð frá
mikilvægu markaðslandi urðu til
þess, að sérfræðingur frá norsku
rannsóknarstofnuninni ásamt
sendifulltrúa norska útflutnings-
ráðsins tóku sér ferð á hendur
um Kamerun til að kynna sér
viðhorfin.
Niðurstöður ferðarinnar sönn-
uðu ótvírætt sannleiksgildi þeirra
umsagna, sem fyrst höfðu borist
frá trúboðsstöðvunum:
. .Norse Fish Powder féll með
ágætum inn í hið daglega matar-
æði fólksins og var sérstaklega
vinsælt sem bragðbætir í sósu
eða mauki, sem matreitt er úr
manikojurt sem er litlaus og
bragðdauft.
Eftir þessar sannfærandi upp-
lýsingar sem studdar voru með
kvikmyndum,, sem hinir norsku
sendifulitrúar tóku, komust
stjórnir norsku rannsóknarstofn-
ananna og Nordsildmel á þá skoð-
un að málið væri mjög athyglis-
vert og að frekari áætlun þyrfti
að komast í framkvæmd til frek-
ari eflingar framleiðslunnar eftir
því, sem frekari möguleikar opn-
uðust.
Allt til þessa hefir þessum
framkvæmdum þokað áfram í
sérstaklega náinni samvinnu
milli rannsóknastofnana og sölu-
sambanda í Noregi.
Samfelld uppörvun frá sölu-
samböndunum og skjót viðbrögð
á vettvangi framleiðslunnar hef-
ir ráðið úrslitum í þróun þessar-
ar áætlunar.
Á sölusviðinu hefir verið fylgt
tveim ólíkum stefnumiðum, ann-
að er eingöngu með hliðsjón af
alþjóðlegri hjálparstarfsemi, en
hitt með varanlegan sölumarkað
fyrir augum.
Hið síðara atriði hefur verið
sérlega árangursríkt í Nígeríu.
Þar í landi hefir stórt fyrir-
tæki byggt upp mjög fullkomið
sölu- og dreifingarkerfi. Á þessu
markaðssvæði er framleiðslan
boðin á hinu hljómfagra heiti:
,,Joyfish“.
í sambandi við alþjóðlega að-
stoð er það hjálparstarfsemi
kirkjunnar, sem verið hefir virk
og áhrifarík.
Hún er furðanlega laus við á-
hrif pólitískra afla og skrif-
finnsku og lætur sig landamæri
litlu skipta, en sækir fram til
nauðstaddra landssvæða og legg-
ur fram aðstoð sína þar sem neyð-
in kallar.
Á þennan hátt hafa sambönd
náðst víða og þá sérstaklega í
Bangladesh.
Eftir stutt kynningartímabil
þar sem vissa sálræna erfiðleika
þyrfti að yfirstíga með raunhæf-
um upplýsingum komst verulegur
skriður á neyðarhjálparstarfsem-
ina.
Upp frá því hefir Norse Fish
Powder náð fótfestu sem ómiss-
andi hluti í áætlunum hjálpar-
starfseminnar, sem á s. 1. hausti
hefir verið tekið á móti 2000 lest-
um og verið er að senda 1000
lestir til viðbótar. Fjármögnun
þessara framkvæmda er að hluta
fengin með framlagi hins opin-
bera og frá áhugasömum stofn-
unum og verði framleiðenda hef-
ir verið mjög í hóf stillt.
Frá alþjóðlegum sjónarhóli séð
er gangur mála öllu tregari þrátt
fyrir stór orð og áform mikil-
vægra stofnana innan Samein-
uðu þjóðanna.
Skriffinnskuveldið er þar sér-
stakur kapítuli, sem þörf væri á
að hrista upp í, og allt stendur
þetta til bóta.
Stofnanir tengdar FAO hafa
þegar dreift á s. 1. hausti sýnis-
hornum af hinu norska fiskidufti
til fjögurra landa í Afríku og
tveggja í Asíu.
Á fundi hjá FAO í haust, þar
sem matvæladreifing var á dag-
skrá, kom fram samhljóða álit;
að tilraunir þessar hefðu tekizt
svo vel að þeim bæri að fylgja
eftir á breiðari grundvelli í 2—3
löndum, sem komu fyrst og
fremst til álita.
Tillaga, sem fól í sér rannsókn-
ir á móttökumöguleika og mark-
aðskönnun var lögð fram til frek-
ari úrvinnslu, og áherzla lögð á
að Noregur héldi áfram að gegna
sínu forystuhlutverki.
Árangur af hinum margvislegu
samböndum, sem náðst hafa er
sem stendur sá, að Norse Fish
Powder er orðin eftirsótt mat-
vara í eftirtöldum 13 löndum:
Bangladesh, Fílabeinsströnd-
inni, Dahomey, Gambia, Indlandi,
Indónesíu, Kamerun, Kongó,
Kóreu, Líberíu, Malasíu, Nigeríu
og Súdan.
Miðað við framleiðslugetu og
magn það, sem áætlunin gerir ráð
fyrir, verður ógerlegt að full-
nægja til hlítar eftirspurn og
þörfinni í þessum löndum.
Ef litið er í heild á þær megin-
kröfur, sem gera ber, við fram-
leiðslu þessarar fæðutegundar,
er áherzla lögð á að nota sérstaka
aðferð, sem felst m. a. í lágu hita-
stigi við þurrkun og vanda þarf
mjög til hráefnisgæða.
Með tilliti til næringargildis,
liggja þegar fyrir margar og mik-
ilvægar niðurstöður, byggðar á
fóðrun ýmissa dýrategunda, sem
sanna ótvírætt, að gæðin eru
fyllilega sambærileg við aðrar
eggjahvítuauðugar fæðutegundir
eins og mjólk, egg og kjöt.
Gæði vörunnar eru tryggð við
margskonar efnagreiningar.
Þá liggja fyrir ummæli lækna,
sem fela í sér mjög jákvæðar nið-
urstöður á hollustu fiskiduftsins
til manneldis.
En einnig á þessu sviði er þörf
á frekari skipulögðum rannsókn-
um.
176
VÍKINGUR