Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Blaðsíða 53
IlllAFNISTA Þegar þú hefur lesið þetta bréf biðjum við þig að gefa baráttu- máli okkar, sem við hér kynnum, nokkurra mínútna umhugsun. Við biðjum þig að spyrja sjálfan þig hvort þú sjáir ekki ástæðu til að leggja hönd á plóginn til að létta nokkuð á því geigvænlega neyðarástandi sem nú ríkir í hjúkrunarmálum aldraðra. Á meðan þú leitar svars við þessari spurningu væri gott að þú hugsaðir til aldraðra foreldra þinna, afa og ömmu, annarra aldraðra ættmenna, vina og starfsfélaga og spyrðir, er ekki eitthvað hjá þeim sem ég get hjálpað til að betrumbæta? Hvað með sjálfan þig? Ef þér endist heilsa fram á eftirlaunaár hefurðu nokkuð hugsað um hvað við taki, ef heilsan bilar eða aðrar breytingar verða á lífshlaupi þínu svo sem fráfall maka þíns? Við eigum ekki svör við öllum þessum spumingum, en við telj- um að stór hluti í lausn þeirra fel- ist í því að hafa til staðar góða heimaþjónustu, sérhannaðar VÍKINGUR íbúðir og dvalar- og hjúkrunar- heimili fyrir aldraða. Skortur hins síðastnefnda er geigvænlegur á íslandi en sýnu verstur á höfuðborgarsvæðinu. Sjómannadagssamtökin í Reykjavík og Hafnarfirði hafa ákveðið að leggja áfram sitt lóð á vogarskálamar til að bæta þetta ástand með byggingu hjúkrunar- deildar aldraðra við dvalarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði. Með bréfi þessu viljum við kynna þá framkvæmd með örfá- um orðum og skýra jafnframt frá þeim fjármögnunarmöguleikum sem samtök okkar hafa til að standa undir þessari framkvæmd og hvað við bjóðum þeim á móti, sem vilja styðja þetta þarfa og nauðsynlega málefni. Nýr áfangi í byggingum aldraðra Hjúkrunardeildin verður í byggingu sem verður yfir 17.000 m3. Tvær lyftur verða í húsinu. Hver hæð 1069 m2. Á jarðhæð er gert ráð fyrir þvottahúsi, geymsl- um, sorpbrennslu, gæslu- og vaktstöð fyrir íbúðir aldraðra í nágrenni, fatageymslu, snyrtingu, matsal, setustofu starfsfólks, að- stöðu fyrir gæslu bama þess og aðstöðu fyrir starfsmannafélag. Á 1. hæð eru skrifstofur lækna og læknaritara, rannsóknastofur, verslun, skrifstofa prests og bænaherbergi, almennar skrif- stofur, endurhæfingaraðstaða ýmiskonar s.s. ljós, nudd, böð og 5X 12 metra sundlaug. 2. 3. og 4. hæð eru svo íbúðar- hæðir og er hver hæð ætluð fyrir 25 vistmenn, þar af 21 í eins manns íbúðum. Þeim sem þama vistast er ætlað að hafa sín eigin húsgögn hjá sér nema sérstök létt sjúkrarúm fyrir slík heimili munu fylgja hverri íbúð. Á hverri hæð er vaktstofa, mat- salur og setustofa, þjónusturými ýmiskonar og auk þess gestaher- bergi fyrir ættingja, vilji þeir gista, ef skyldmenni á í miklum veik- indum. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.