Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Blaðsíða 19
skvera sig af, borða og koma sér í
koju, þannig að svefninn getur
orðið 4—5 tímar á sólarhring.
Gunnar: í miklu fiskiríi er þetta
algengt.
Vík.: Hvað eru túrarnir yfirleitt
langir?
Sigurður: Þeir hafa yfirleitt
verið 6—7 dagar frá áramótum.
Gunnar: Þetta er nú ekki al-
gengt heilan túr. Þetta getur staðið
svona í 2—3 daga, svo dettur
kannski fiskirí niður, en kemur
svo hrota aftur.
Menn eru ótryggðir þótt þeir
séu fastráðnir
Vík.: Eru lausamenn, eða af-
leysingamenn, ekki fastráðnir?
Sigurður: Nei, en þeir eru alltaf
til taks. En þeir hafa engan rétt
gagnvart útgerðinni, nema nteðan
þeir eru skráðir á skip.
Vík.: Er eitthvað í kröfum ykkar
um réttindi þessara manna?
Gunnar: Nei, en þetta var mál
sem við ætluðum að taka upp á
samningafundum með útvegs-
mönnum.
Vík.: Hvað eru rnargir lausa-
menn fyrir skip?
Sigurður: Það eru venjulega 5
menn fyrir hvert skip. Það er ekki
ákveðin tala manna fyrir undir-
menn, því að þegar skipt er um
menn, þá verða oft tilfærslur á
stöðum manna um borð.
Vík.: Hver má segja að sé
nokkurn veginn reglan með frí
manna. Hvað taka menn almennt
langt frí árlega?
Rúnar: Það er engin algild regla
um þetta. Þetta hleypur á svona
tveimur til fjórurn mánuðum á ári.
Gunnar: Ef lausamenn yrðu
fastráðnir, kæmi af sjálfu sér að
fríin yrðu reglubundin.
Vík.: Ykkur hefur ekki þótt
ástæða til að fara fram á fjölgun í
áhöfnum togara?
Gunnar: Jú, á þennan hátt.
Vík.: Fjölgun manna um borð?
VÍKINGUR
Gunnar: Nei, það hefur ekki
kontið til greina.
Pétur: Það má segja að það séu
fastráðnir hjá útgerðinni bæði
þeir sem eru á sjó á hverjum tíma
og eins þeir sem eru í fríum í landi.
Gagnvart tryggingum, veikinda-
greiðslum og slysabótum, þá eru
eingöngu tryggðir samkvæmt lög-
um þeir sem eru lögskráðir á skipi
hvert sinn. þ.e.a.s. þeirsem eru um
borð. Þeir sem eru í fríi, þó að þeir
séu raunverulega fastráðnir hjá
útgerðinni. þeir eru ótryggðir
þann tíma sem þeir eru í landi, og
hafa sem sé engin réttindi sem
fastráðnir starfsmenn. Það eru
dæmi til þess að menn sem hafa
verið urn áraraðir hjá útgerðinni,
veikjast rétt áður en skipið kemur
að landi, og þeir ætluðu í næsta
túr, og þá hafa þeir enga mögu-
leika á veikindagreiðslum.
Grímur: Ef þú hins vegar leggst
í koju og færð hitann í þér mældan
upp í 40 stig 5 mínútum áður en
skipið er bundið við bryggju, þá
færðu veikindafrí. Ef þú labbar
heim til þín og veikist þar, þá
færðu ekkert.
Pétur: Kröfur unt þetta voru
settar fram í samningagerð 1977.
Þar náðist ekki samkomulag um
þetta, öðruvísi en að því var vísað
til stjórnar ASV og stjórnar Út-
vegsmannafélags Vestfjarða að
kanna hjá tryggingarfélögum
hvort hægt væri að kaupa einhvers
konar tryggingu fyrir þessa menn,
og það reyndist ekki vera. Síðan
skeður það í málinu — og þess
vegna er þetta ekki sett fram í
kröfunum okkar núna — að það
er fyrirheit um þetta í félagsmála-
pakkanum fræga að sett yrðu lög
sem tryggðu sjómönnum í fríi
einhverjar ákveðnar greiðslur,
miðað við svo og svo langa ráðn-
ingu hjá útgerðinni. Þessi félags-
málapakki hefur ekki séð dagsins
ljós ennþá, þrátt fyrir það að sjó-
rnenn á sínum tíma gáfu eftir af
sínum launaliðum, 3% alveg eins
og landverkafólk. Landverkafólk-
ið fékk út úr þessum félagsmála-
pakka að flestra dómi vel þessi
3%. Sérstaklega munaði það
mestu um greiðslur í veikinda- og
slysatilfellum. Lausn þessa máls
er núna að lifa þriðju ríkisstjórn-
ina.
Eðlilegt að hver landshluti
semji fyrir sig
Vík.: Hvers vegna hafið þið
kosið að láta þessa kjaradeilu af
ykkar hálfu bera að með þeim
hætti, að Sjómannafélag ísfirð-
inga fer fyrst eitt sér af stað og
síðan kemur ASV á eftir með
kröfur fyrir hönd verkalýðsfélag-
anna á Vestfjörðum? Hvers vegna
hafið þið kosið að hafa ekki sam-
flot í samningum með heildar-
samtökum sjómanna, Sjómanna-
sambandinu?
Grímur: Svarið við þessu yrði
tvíþætt. Aðdragandinn að því að
þetta gerist svona hjá Sjómanna-
félagi Isfirðinga er þannig, að það
hefur alltaf verið eina aktíva sjó-
mannafélagið á Vestfjörðum. Öll
hin félögin eru blönduð félög, og
hlutur sjómanna í þeim lítill. Eftir
því sem ég best veit, hefur Sjó-
mannafélag ísfirðinga alfarið alla
tíð verið leiðandi í kjaramálum
sjómanna á Vestfjörðum.
Við gerðum tilraun til þess í
desember að koma á kjaramála-
ráðstefnu á vegunt ASV, en það
tókst því miður ekki. Til þess voru
utanaðkomandi ástæður, þing-
kosningar og fleira sem truflaði
það. Eins og fram hefur komið
áður lögðum við mikla áherslu á
það í fundurn okkar í desember að
hraðað væri aðgerðum til að koma
samningum af stað. Við áttum í
rauninni engra annarra kosta völ.
Við höfðum ekki samráð við
Sjómannasambandið vegna þess
að það hefur verið stefna sjó-
manna hér á ísafirði og á Vest-
fjörðum yfirleitt að sjá sjálfir urn
19