Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Blaðsíða 33
Júgóslavinn hávaxni hafði lagt sig á rúmið. Ég heyrði ekki lengur fótatak hans, heyrði hann aðeins muldra og vatnið í katlinum í eld- húsi húsmóður minnar sauð ekki lengur. Ég heyrði glamrið í blikk- inu þegar hún ýtti lokinu á kaffi- könnuna. Enn var hljótt í herbergi Önnu og mér flaug í hug að seinna mundi hún segja mér allt sem hún hugsaði þegar ég stóð úti fyrir framan dyrnar og seinna sagði hún mér allt. Ég starði á mynd sem hékk við hliðina á dyrakarminum: silfur- glitrandi vatn; uppúr því steig hafmey með ljóst blautt hár og brosti til sveitastráks sem stóð í felum inni í skærgrænum runna. Ég gat séð hálft vinstra brjóstið á hafmeynni og háls hennar var mjög hvítur og eilítið of langur. Ég veit ekki hvenær en seinna lagði ég höndina á húninn og áður en ég ýtti honum niður og opnaði hægt dyrnar vissi ég að ég hafði unnið Önnu: andlit hennar var þakið litlum blágljáandi örum. Ú r herbergi hennar barst lykt af sveppum sem stiknuðu á pönnu og égýtti hurðinni uppá gátt, lagði höndina á öxl Önnu og reyndi að brosa. ★ General Tumi þumall var á sínum tíma talinn minnsti dvergur í heimi og fastur skemmtikraftur í fjölleikahúsi Barnum. Dag einn kom kunningi hans í heimsókn og var vísað upp í her- bergi til hans. Hurðinni var lokið upp og manntröll í rósóttum slopp birtist í gættinni. — Gerðu svo vel að koma inn, drundi í honum. — En ekki ert þú þó Tumi þumall, stundi hinn undrandi. — Jú, vissulega, sagði risinn, — en ég á frí í dag og er að hvíla mig. Tvö ný og glæsileg fiskiskip HILMIR SU 171 var hannaður og smíðaður af Slippstöðinni á Akureyri. Hinn 9. febrúar sl. var hann afhentur eiganda sínum, Hilnii hf. á Fáskrúðsfirði. Hann er 642 brúttórúm- lestir að stærð, burðargeta 1391 tonn. Mesta lengd er 56,48 m og mesta djúprista 6,05 m. Aðalvél er Wichmann 2400 hö. Meðalganghraði á reynslusiglingu var 14 hnútar. Skipið er útbúið til nóta- og togveiða. SÖLVA BJARNASYNI BA 65 var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. 8. febr. sl. Hann er skuttogari sem jafnframt er útbúin til veiða með nót. Skipið er 404,5 brúttórúmlestir, mesta lengd tæpir 47 m og mesta breidd 9 m. Farmrými er fyrir um 200 tonn af isuðum fiski í kössum eða 750 tonn af loðnu. Aðalvél er Wichmann. Skipið er teiknað af Benedikt E. Guðmundssyni skipaverkfræðingi hjá Þorgeiri og Ellert hf. Eigandi erTálkni hf. Tálknafirði. VÍKINGUR 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.