Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Blaðsíða 33
Júgóslavinn hávaxni hafði lagt
sig á rúmið. Ég heyrði ekki lengur
fótatak hans, heyrði hann aðeins
muldra og vatnið í katlinum í eld-
húsi húsmóður minnar sauð ekki
lengur. Ég heyrði glamrið í blikk-
inu þegar hún ýtti lokinu á kaffi-
könnuna. Enn var hljótt í herbergi
Önnu og mér flaug í hug að seinna
mundi hún segja mér allt sem hún
hugsaði þegar ég stóð úti fyrir
framan dyrnar og seinna sagði
hún mér allt.
Ég starði á mynd sem hékk við
hliðina á dyrakarminum: silfur-
glitrandi vatn; uppúr því steig
hafmey með ljóst blautt hár og
brosti til sveitastráks sem stóð í
felum inni í skærgrænum runna.
Ég gat séð hálft vinstra brjóstið á
hafmeynni og háls hennar var
mjög hvítur og eilítið of langur.
Ég veit ekki hvenær en seinna
lagði ég höndina á húninn og áður
en ég ýtti honum niður og opnaði
hægt dyrnar vissi ég að ég hafði
unnið Önnu: andlit hennar var
þakið litlum blágljáandi örum. Ú r
herbergi hennar barst lykt af
sveppum sem stiknuðu á pönnu
og égýtti hurðinni uppá gátt, lagði
höndina á öxl Önnu og reyndi að
brosa.
★
General Tumi þumall var á
sínum tíma talinn minnsti dvergur
í heimi og fastur skemmtikraftur í
fjölleikahúsi Barnum.
Dag einn kom kunningi hans í
heimsókn og var vísað upp í her-
bergi til hans. Hurðinni var lokið
upp og manntröll í rósóttum slopp
birtist í gættinni.
— Gerðu svo vel að koma inn,
drundi í honum.
— En ekki ert þú þó Tumi
þumall, stundi hinn undrandi.
— Jú, vissulega, sagði risinn, —
en ég á frí í dag og er að hvíla mig.
Tvö ný og
glæsileg fiskiskip
HILMIR SU 171 var hannaður og smíðaður af Slippstöðinni á Akureyri. Hinn 9. febrúar
sl. var hann afhentur eiganda sínum, Hilnii hf. á Fáskrúðsfirði. Hann er 642 brúttórúm-
lestir að stærð, burðargeta 1391 tonn. Mesta lengd er 56,48 m og mesta djúprista 6,05 m.
Aðalvél er Wichmann 2400 hö. Meðalganghraði á reynslusiglingu var 14 hnútar. Skipið
er útbúið til nóta- og togveiða.
SÖLVA BJARNASYNI BA 65 var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð Þorgeirs og
Ellerts hf. 8. febr. sl. Hann er skuttogari sem jafnframt er útbúin til veiða með nót. Skipið
er 404,5 brúttórúmlestir, mesta lengd tæpir 47 m og mesta breidd 9 m. Farmrými er fyrir
um 200 tonn af isuðum fiski í kössum eða 750 tonn af loðnu. Aðalvél er Wichmann.
Skipið er teiknað af Benedikt E. Guðmundssyni skipaverkfræðingi hjá Þorgeiri og Ellert
hf. Eigandi erTálkni hf. Tálknafirði.
VÍKINGUR
33