Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 22
Hér var fyrsta rækjuverksmiðjan á íslandi til húsa. en ekki unnt að stunda þær nema í góðu veðri. Fengu þeir alls um 50 kg. Veiðina seldu þeir að mestu í farþegaskipinu fyrir um 3 kr. kg. og líkaði vel. Mætti vel svo fara, að veiðar þessar yrðu drjúg tekjulind, þar sem greiðar eru samgöngur, og hægt væri að stunda þær að stað- aldri, að vori og sumri. Enda mun þá öllu meira um fisk þennan, sem og er ágætur til beitu.“ Já, aflinn var nú ekki mikill fyrstu haustvertíðina, en mjór er mikils vísir, það á vissulega við hér, því undanfarin ár hefur rækjuafli úr Djúpinu verið að jafnaði um 2500 lestir á ári. Krist- ján frá Garðsstöðum spáði því ár- ið 1930 að rækjuveiðar gætu orðið drjúg tekjulind og hefur það orðið raunin, lauslega áætlað er útflutn- ingsverðmæti ársafla úr Djúpinu 2 til 3 milljarðar króna. Þótt lítið aflaðist fyrstu vertíðina gáfust menn hér vestra ekki upp við þessar tilraunir og þess var skammt að bíða að árangur næðist við þessar veiðar. Kristján frá Garðsstöðum heldur áfram að tí- unda tíðindi af rækjuveiðum í skýrslum sínum og nú skulum við líta á hvað hann hefur að segja um tímabilið ágúst til desember 1935. I skýrslunni segir m.a.: „Kampa- lampaveiðar. Þær voru stundaðar héðan um tíma í sumar af þeim O.G. Syre og Simon Olsen. Aður hafði Sveinn Sveinsson byrjað veiðar þessar, ég hygg fyrstur hér. Veiðamar gengu vel, enda víst stundaðar af góðri kunnáttu. Voru þeir félagar mest að veiðum í Djúpfjörðunum, einkum Hest- firði, en á þann fjörð gengur eigi þorskur. Fengu þeir stundum um 400 kg. á dag, en í Noregi segja kunungir, að vel sé talið veiðast, fáist 200 kg. á dag með sömu veiðitækjum.“ Tonn í fyrsta halinu En víkjum nú aftur að veiði- ferðinni á Engilráð, þegar komið er út að Amamesi, sem er í mynni Skutulsfjarðar, dreifist rækju- veiðiflotinn um miðin í Djúpinu, sumir fara yfir undir Strönd (Snæfjallaströnd), aðrir láta trollið fara í álnum, enn aðrir, þar á meðal Engilráð, halda inn Djúpið. Óskar skipstjóri hefur hugsað sér að fara inn undir Vigur, eyju sem er fyrir mynni Skötufjarðar og af þessari eyju dregur hin fræga Vigurætt nafn sitt. Varpan er látin fara í djúpið á 50 til 60 faðma dýpi í álkantinum klukkan hálftíu. Veiðarfærið, sem nú er notað við rækjuveiðar líkist venjulegri botn- vörpu, en er að sjálfsögðu mun smáriðnara nefnist rækjunót á vestfirsku máli. Eftir 50 mínútur hefur kapteinninn áhuga á því að athuga hversu mikill afli er kom- inn í og þá er híft upp, fremsti hluti vörpunnar er hífður upp í gálgann aftan á skipinu, en pokinn dreginn fram með skipshliðinni og hífður upp á dekk og þar er leyst frá svökölluðum kolllínum og rækjan rennur úr pokanum niður í kassann, sem hafður er ofan á lestarlúgunni. í þetta sinn var afl- inn það mikill, að hann var tekinn innfyrir í þrennu lagi, þ.e. ekki kemst nema 300 til 400 kg. í pok- VÍKINGUR Sjómenn — Útgerðarmenn Umboðsmenn um land allt BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Sími 26055 (3 línur) - Laugavégi 103 22

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.