Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Side 23
ann í einu. Aflinn í þessu hali reyndist vera um 1 tonn, sem telst nú víst vera með því betra. Veiðarfærin hafa breyst Veiðarfæri það, sem nú er notað við rækjuveiðar í Djúpinu, líkist ekki mikið því veiðarfæri sem Olsen og Syre notuðu við upphaf rækjuveiðanna á fjórða áratug aldarinnar. Fyrstu rækjunætumar voru mjög litlar, u.þ.b. 6 metrar á lengd að pokanum meðtöldum og ekkert op var haft á pokanum til losunar, heldur var rækjan háfuð úr trollinu með handháf. Á fót- reipi nótanna var grastó og á því nokkrar steinvölur svona u.þ.b. 400 gr. stykkið og voru þyngdar- hlutföllin talin svo viðkvæm að menn veltu einni steinvölu í hendi sér og veltu því fyrir sér hvort óhætt væri að láta hana á fótreipið eða ekki. Hlerarnir voru tréhlerar með jámskó neðan á og vógu þeir um 50 kg. Það var víst auðvelt að halda á þessum nótum undir ann- ari hendi, en samt fiskuðu menn nú í þetta og vitað er um 10 mínútna höl með þessum nótum, sem gáfu 1200 kg. afla. Til samanburðar má geta þess að þær nætur, sem nú eru notaðar eru um það bil 20 metra langar frá bobbingamiðju og aftur í poka- enda og hafa miklu stærra op. Hleramir hafa líka stækkað eru nú svona 250 kg. að þyngd. Rækjuvinnsla Fljótlega eftir að Olsen og Syre náðu árangri við rækjuveiðarnar fóru ísfirðingar að velta því fyrir sér á hvern veg best væri að gera rækjuna að markaðshæfri vöru. Eins og við var að búast komu ýmsar hugmyndir upp á yfirborð- ið og þar hafði erindreki Fiskifé- lagsins að sjálfsögðu sitt til mál- anna að leggja og skulum við nú grípa aftur niður í skýrslu hans fyrir tímabilið ágúst til desember 1935, þar segir m.a.: „Eftir þeirri VÍKINGUR Pokinn kominn á síðuna. reynslu, sem þegar er fengin, virðist gnægð af kampalampa hér í Djúpinu. En þá er það markaðs- skilyrðin, sem bresta. Þetta sem veiddist hér í sumar, var reynt að selja innanlands og í farþegaskip- in, en alltof lítið seldist. Til þess unnt verði að stunda þessar veiðar, þarf að setja á stofn niðursuðu í þessu skyni. Eftir þeim upplýsing- um, sem þegar eru fyrir hendi, eru þessháttar niðursuðutæki ekki ýkja dýr. Fiskimálanefnd hefur haft mál þetta til athugunar, fyrir áskorun bæjarstjórnarinnar hér, og hefur bæjarstjórnin nýlega samþykkt að leitast eftir allt að 25 þúsund króna láni hjá Fiskimála- nefnd til stofnsetningar niður- suðuverksmiðju o.fl. í þessu skyni. Er þegar farið að ræða um fé- lagsskap í þessu skyni, en ekki mun þó fastur rekspölur kominn á það mál ennþá. Geta má og þess hér, að ýmsir, er notað hafa kampalampann til beitu, telja

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.