Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 24
hann ágætan til þess, og má þá, ef til vill gera sér vonir um að beitu- þörfinni verði betur fullnægt með kampalampaveiði en t.d. skelfisk- tökunni, sem bæði er erfið, dýr og seinunnin.“ Svo fór að bæjarstjórn ísafjarð- ar hafði forgöngu um að koma upp niðursuðuverksmiðju fyrir rækjur og veitti Fiskimálanefnd 2.500 króna styrk til þessa verk- efnis og þar að auki 7.500 króna rekstrarlán. Verksmiðjan var til húsa í svokölluðu smíðahúsi í Neðstakaupstað, þar sem skipa- 24 smíðastöð M. Bernharðssonar h.f. hefur aðsetur nú, og tók hún til starfa 23. júní 1936. Þorvaldur Guðmundsson, sem síðar hefur verið kenndur við Síld og Fisk, var ráðinn forstöðumaður verksmiðj- unnar og hafði hann áður farið til Þýskalands og Danmerkur til að kynna sér ýmiskonar niðursuðu. I fyrstu eftir að rækjuverksmiðjan tók til starfa stundaði aðeins einn bátur rækjuveiðarnar, en þeim fjölgaði fljótlega upp í 7, en fækk- aði aftur yfir vetrartímann. Fyrst eftir að verksmiðjan tók til starfa unnu þar 30 manns, en starfsfólki fjölgaði fljótlega upp í 60, mest- megnis kvenfólk. Nálega öll vinna í verksmiðj- unni fór fram í ákvæðisvinnu og segir blaðið Skutull að kaupið hafi verið ákveðið nokkru hærra en við þessa vinnu í Svíþjóð og Noregi. I blaðinu Ægi birtist árið 1937 grein um rækjuverksmiðjuna á ísafirði og er þar greinargóð lýsing á vinnubrögðum við rækjuvinnsl- una. Þar segir m.a.: „Það þarf mörg og ör handtök við að vinna úr rækjunum, en æfingin eykur alla list. í fyrrasumar var jafnan undir eins byrjað að vinna úr rækjunum hvenær sem þærkomu, en í vetur hafa þær oftast verið látnar bíða yfir nóttina. Það fyrsta, sem gert er við rækj- urnar, þegar þær koma í verk- smiðjuna, er að þær eru soðnar í tveimur pottum, en síðan eru þær færðar upp og skelflettar. Um leið og rækjurnar eru skelflettar eru þær lagðar niður í dósir, en að því búnu er látin lögur í dósirnar, svo að rækjurnar verði ekki svartar né skemmist og að þær geti haldið sínu eiginlega bragði. Að þessu búnu er dósunum lokað með vél og eru vélar ekki notaðar að öðru leyti við þessa framleiðslu. Síðan eru dósirnar settar í pott, þar sem þær eru „steriliseraðar“ og að því loknu er látið utan um þær við- eigandi umbúðir.“ „Sósabroddar“ og „íhaldsblöð“ Þegar rækjuverksmiðjan var sett upp á ísafirði ríktu tímar kreppu og atvinnuleysis í íslensku þjóðfélagi og hefur þessi starfsemi því áreiðanlega verið kærkomin búbót. Á þessum árum, eins og svo oft, fór Alþýðuflokkurinn með stjóm bæjarmála á Isafirði og þóttu þeir Alþýðuflokksmenn nokkuð róttækir og gekk ísafjörð- ur oftast undir nafninu „Rauði bærinn“. Oft var hart deilt um bæjarmálefni á þessum tímum og ýmsar hnútur gengu á milli VÍKINGUR Landssmiðjan SÖIVHÓISGÖTU-IOI REYKJAVIK SÍMI 20680 TELEX 2307 viðgerðaþjónusta LANDSSMIÐJAN annast viðgerðaþjóustu á öllum teg- undum loftpressa, loftverkfæra og tækja. Ef óskað er sjáum við einnig um fyrirbyggjandi viðhald. JLtlasCopcc var stofnað 1873 og framleiðir loftverkfæri, býður einnig fram þjónustu fyrir verktaka við vinnu tilboða og aðstoðar við val á tækjum og aðferðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.