Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 25
Halldór ánægður á svip yfir góðum afla.
manna, m.a. í bæjarblöðunum og
þar bar mest á Skutli, málgagni
kratanna, og Vesturlandi, mál-
gagni sjálfstæðismanna. Til gam-
ans skulum við grípa niður í ein
slík orðaskipti nokkru eftir að
rækjuverksmiðjan tók til starfa og
sjáum fyrst hvað Skutull hefur um
málið að segja 25 júlí 1936 undir
fyrirsögninni: „Viðleitni til nýrrar
iðju og viðtökur íhaldsblaðanna“.
I greininni segir m.a.: „Þó ekki
hafi orðið annars vart hér heima
en bæjarbúar bæru hlýjan hug til
hins uppvaxandi iðnaðarvísis, sem
bæjarstjóm stofnaði til með
rækjuverksmiðjunni, þá er þegar
orðið sýnilegt, að einhver eða ein-
hverjir íhaldsmenn ætla sér að
reyna að drepa fyrirtækið í fæð-
ingunni. Fyrir nokkrum dögum
birti Morgunblaðið svívirðinga-
grein um rækjuverksmiðjuna eftir
heimildum héðan að vestan. þar er
talað um yfirvofandi verkfall,
vinnuþrælkun, kaupkúgan og
kaupgjaldssvik kratabroddanna á
ísafirði í sambandi við verksmiðj-
una. Er hér viðlíka hóflega af stað
farið með róginn eins og þegar
mest gekk.á fyrir Sigurði Krist-
jánssyni með að rægja kúabú
bæjarins.“
VÍKINGUR
Vesturland, málgagn sjálf-
stæðismanna, brá skjótt við, því 1.
ágúst 1936 birtist í því blaði grein
undir fyrirsögninni: „Leiðrétting-
ar á blekkingum sósabroddanna
um þjóðnýtingarrækjurekstur
sinn.“Upphafgreinarinnarhljóðar
svo: „Krabbameistarinn Hannibal
Valdimarsson belgist út allt að
spreng, yfir þjóðnýtingarrækju-
rekstri sósabroddanna hér í síðasta
Skutli.
Finnst honum svo mikil helgi
hvíla yfir þessum vanskaplingi
þeirra, að goðgá sé að minnast
hans opinberlega.
Er það rógur að segja satt?
Krabbameistarinn lætur svo, að
það sé rógur að segja satt um
rekstur þennan. Hann um það. En
sæmra væir honum, að hrekja með
rökum frásagnir Vesturl. en belgja
sig út með þeim hrokavindi sem
ætlar að sprengja hann sjálfan.
í frásögn þeirri sem Vesturl.
hefir flutt af rekstri þessum er
ekkert ofsagt, en margt ósagt af
því, sem rétt er að almenningi væri
kunnugt.
Krabbameistarinn reynir að
biðja sér miskunnar frá réttlátri
hegningu með þeirri afsökun, að
sósabroddamir séu hér með upp-
vaxandi iðnaðarvísi, sem allar
skammir verði að þola þangað til
hann þroskast.
En þessi afsökun er ógild. Hlut-
deild sósanna í stofnun rækju-
verksmiðjunnar er ekki starf
brautryðjandans, það er þeir
Norðmennirnir O.G. Syre og
Simon Olsen sem þar eiga heiður-
inn, heldur hitt að draga annara
feng á land.“
Margt hefur nú breyst í rækju-
vinnslunni frá því árið 1936, nú sjá
vélar um skelflettingu (eða „pill-
un“) rækjunnar og mest að rækj-
unni er nú fryst í stað niðursuðu
áður. Rækjupillunarvél var fyrst
notuð árið 1956 í rækjuverksmiðju
Guðmundar og Jóhanns á ísafirði
og síðan árið 1970 hefur rækja
ekki verið handpilluð í ísfirskum
rækjuverksmiðjum. Tilkoma
rækjupillunarvéla jók afkastagetu
verksmiðjanna mikið frá því sem
áður var og er þessi iðnaður ekki
nánda nærri eins mannaflsfrekur
og var á fyrstu árum og áratugum
rækjuveiða hér við land.
Míargt hefur breyst
Segja má að 50 ára saga rækju-
veiða hér við land hafi einkennst
af miklum breytingum, sem dæmi
má nefna að það er ekki fyrr en á
sjöunda áratug aldarinnar sem
farið er að veiða rækju annars
staðar en i ísafjarðardjúpi og á
Amarfirði. Úthafsrækjuveiðar
hafa aukist mikið á síðustu árum
og á síðastliðnu sumri bárust 1200
lestir af rækju af úthafsmiðum á
land á ísafirði. Þessar veiðar hafa
að sjálfsögðu lengt starfstíma
rækjuverksmiðjanna, því rækju-
veiðar í Djúpinu eru einungis
stundaðar yfir vetrartímann.
Rækjuveiðar í Djúpinu hafa
líka breyst mikið á 50 árum, aukist
úr nokkrum tugum tonna árið
1936 í það að vera 2500 lestir á ári
að jafnaði síðustu árin, þær eru
stundaðar af stærri bátum en áður
var og þeim hefur einnig fjölgað.
25