Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 27
var nú látin fara á svipuðum slóð- um og áður og Óskar skipstjóri sagðist ætla að toga einn hring í mynni Skötufjarðar, þar væri oft góðan afla að fá og það rættist hjá honum, eftir 30 mínútna tog voru um 500 kg. í pokanum. Menn kunnugir rækjuveiðum sögðu mér seinna, að oft hefði Óskar fengið góðan afla á þessum slóðum, þetta væri „hans svæði“ eins og sagt er. Um hádegisbilið var varpan sett út í þriðja skipti, en nú brá svo við að oft var „fast“, þ.e. varpan festist á HAPPDRÆTTI DAS 60% af ágóða varið til bygjj- ingar Dvalarheimilisins. SKJRIFSTOFA AÐALSTRÆTI 6 Aðalumboð Vesturveri. Símar: 17117 og 17757 SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA BORGARTÚNI 18 - 105 RKYKJAVlK PÓSTHÓLF 757 - SlMI 28577 Sjómenn beinið viðskiptunum yðar í yðar eigin peningastofnun. Afgreiðslutími kl. 09.15—16.00 alla daga nema fímmtudaga frá kl. 09.15—18.00 Losað úr pokanum. einhverjum nibbum á botninum, en samt voru nú 350 kg. í þegar híft var. Nú var orðið stutt í tveggja tonna hámarkið, en ekki er leyfilegt að koma með meira en tvö tonn fyrsta daginn og er þetta aðallega gert fyrir verksmiðjumar, sem ráða nú sennilega ekki við meira í einu. Nú átti að freista þess að ná því sem upp á skammtinn vatnaði og það tókst, eftir stutt tog voru 150 kg. í og var klukkan þá orðin hálfþrjú og ekkert annað að gera en halda á leið heim til ísafjarðar. Á leiðinni þangað var unnið að því að ljúka hreinsun rækjunnar og láta hana í kassa, þeir reyndust vera 93 og hálfur með rúmum tut- tugu kílóum hver. Um fjögur leytið renndi Engilráð sér upp að bryggjunni í Sundahöfninni, fyrsti báturinn að landi þennan daginn og ekki er hægt að segja annað en fiskast hafi á greinarhöfund, ekki hafi fylgt honum þessi venjulega „blaðamannstregveiði“. Mál er að linni. ísafirði 16. nóvember 1980 Kristján Jóhannsson VÍKINGUR 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.