Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 29
Grásleppukarlar
stofna samtök
— rætt við Guðmund Lýðsson, framkvæmdastjóra samtakanna
— Því hefur stundum verið haldið fram bæði í gamni og
alvöru, að sjómenn væru sú stétt manna hér á landi sem hvað
erfiðast væri að fá til að standa saman að ýmsum kjara- og
félagsmálum sem varðar þá sjálfa.
— Einkum væru það smábátaeigendur sem ættu erfitt með
að standa saman. Þeir vildu bara fá að dúlla á sínum trillum í
friði, óháðir öllu því sem kallast mætti félagsleg réttindi.
— En af ölum sundruðum væri þá grásleppukallar sundr-
aðastir. Þeim liði best hver í sínu homi þar sem þeir gæut
strokið netum sínum og baujum; laumast á sjóinn þegar eng-
inn sæi.
— Það eina sem sýndi samstöðu grásleppukalla væri sam-
eiginlegar áhyggjur þeirra þegar illa viðraði.
— En nú hafa grásleppukallar sýnt og sannað að þessi
speki er ekki skotheld fremur en svo margt annað sem sagt er
um sjónmenn manna á meðal.
— Þeir hafa nú gengið fram fyrir skjöldu og stofnað með
sér landsamtök sem nefnast „Samtök grásleppuhrognafram-
leiðenda.
— Aðal hvatamaður að stofnun samtakana var Guð-
mundur Lýðsson sem nú er framkvæmdastjóri S.G.H.F.
— Þessi samtök eru ekki aðeins merkileg fyrir þá sök að
það eru grásleppusjómenn sem hafa stofnað þau heldur
marka þau tímamót í hagsmunabaráttu sjómannastéttarinn-
ar, því aldrci fyrr hafa smábátasjómenn stofnað með sér
samtök á jafn breiðum grundvelli.
Samtök grásleppuhrognafram-
leiðenda hafa aðsetur sitt í Síðu-
múla 37, í húsnæði Sölustofnunar
lagmetisiðnaðarins. Blaðamaður
kom að máli við Guðmund Lýðs-
son framkvæmdastjóra, sem jafn-
framt er eini launaði maðurinn á
vegum S.G.H.F.
Guðmundur var spurður að því
hver aðdragandi að stofnun þess-
ara samtaka hefði verið; hvort
VÍKINGUR
hann hefði bara sest niður í djúpan
stól, horft út um gluggann og
ákveðið að stofna svo sem ein
samtök, svona til að gera eitthvað?
Guðmundur hlær og tekur
bakföll í stólnum.
— Nei, ekkivar það nú þannig.
Frá árinu 1976 hafði ég unnið hjá
íslensu útflutningsmiðstöðinni og
kynnst högum grásleppusjó-
manna í gegnum starf mitt. Mér
fannst brýna nauðsyn bera til að
stofna samtök sem tryggðu hag og
réttindi þessara manna og að
sjálfsögðu kannaði ég jarðveginn
hjá sjómönnum um allt land,
áður en samtökin voru endanlega
stofnuð. Mér var snemma ljóst að
mikil þörf var á slíkum samtök-
um, því grásleppusjómenn hafa
oft á tíðum verið mjög afskiptir.
Starf þeirra er ótryggt og þeir hafa
fram til þessa búið við ákaflega
lítið öryggi. Frá því 1964 var lagt
6% útflutningsgjald á grásleppu-
hrognin og runnu þeir peningar í
sjóðakerfi sjávarútvegsins allar
götur fram til ársins 1972, að þessi
6% fóru í Þróunarsjóð lagmetis-
iðnaðarins. Þar með var búið að
kúpla grásleppusjómönnum út úr
öllum sjóðum og þeir stóðu upp
réttindalausir með öllu.
I þessi ár hafa þeir greitt um 400
milljónir í Þróunarsjóðinn og sér
hver maður hvað hægt hefði verið
að gera við þá peninga, hefðu sjó-
menn sjálfir mátt ráðstafa þeim.
Það átti að hækka
skattinn uppí 12%
Þessar reglur áttu að ganga úr
gildi um áramótin 1977—78 og
vonuðust menn til að eitthvað
rættist úr eftir það. En í september
1977 er lagt fram nefndarálit um
stöðu lagmetisiðnaðarins og þró-
un hans, og þá fer nú fyrst að
káma gamanið. í þeirri skýrslu er
lagt til að sett verði svokallað
fullvinnslugjald á grásleppu-
hrognin. Það gjald átti að verða
6%, þannig að nú átti skatturinn
29