Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Síða 30
Kort yfir veiðisvæði og veiðitíma grásleppunnar árið 1980. að vera í 12% af útfluttum grá- sleppuhrognum. Þetla var í rauninni kveikjan að stofnun samtakana, því allir sáu að við svo búið mátti ekki standa. Stofnfundurinn var haldinn 12. nóvember 1977 og á hann mættu 50 menn. Það er svolítið erfitt að segja nákvæmlega hve margir eru nú í samtökunum. Á síðasta ári skiluðu 320 leyfishafar inn skýrsl- um, en sú tala er að sjálfsögðu svolítiðbreytiieg fráári tilárs.Alls voru veitt veiðileyfi til 525 aðila. Góðar undirtektir — Nú hafa sjómenn, og ekki síst smábátaeigendur, haft það orð á sér að vera ekki sérlega samstæð heild. Voru yfirleitt góðar undir- tektir hjá grásleppuköllum þegar þú minntist á þetta við þá? — Já, undirtektir voru góðar. Menn fundu að þeir voru órétti beittir. Það hefur gengið á ýmsu hjá grásleppusjómönnum í gegn- um árin, til dæmis í sambandi við sölu hrognanna. En það sem brann heitast á þeim var þetta 6% útflutningsgjald sem þeir þurftu að greiða, og kom þeim svo sjálf- 30 um hvergi að notum. Margir höfðu reynt að beita áhrifum sín- um í gegnum þingmenn sína, til dæmis í Strandasýslu og víða, og reynt var að fá þetta útflutnings- gjald fellt niður. En það hvorki gekk né rak. Ég hef aldrei orðið var við neinar mótbárur hjá sjómönnum í sambandi við stofnun þessara samtaka. Það heyrðust að vísu raddir um að mynda einokunar- apparat, en ég hef alltaf litið meira á félagslegu hliðina á þessu máli. Þegar hún er komin í lag, fylgir annað á eftir. Samtökin eru sjálfstæð hagsmunasamtök — Er þá ekkert samband á milli Samtaka grásleppuhrognafram- leiðenda og íslensku útflutnings- miðstöðvarinnar? — Nei nei, ekki að öðru leyti en því að ég hef haft mjög gott samstarf við það fyrirtæki. Óttar Ingvarsson er eins konar lærifaðir minn í útflutningsmálum ef svo má segja. Samtök grásleppuhrognafram- leiðenda eru sjálfstæð samtök sem eru stofnuð til að gæta hagsmuna félaga sinni í hvívetna. Og þar er stóra málið að sjálfsögðu að fá sem hagstæðast verð fyrir hráefn- ið. Árið 1978 voru gerð ný lög sem áttu að gilda í 3 ár. Þar var út- flutningsgjaldið fellt niður, en í stað þess var sett 3% fullvinnslu- gjald á hrognin. Má því segja að við höfum byrjað á því að vinna stórsigur. Af þessum 3% fáum við sjálfir 1%, en 2% renna til Þróun- arsjóðs lagmetisiðnaðarins. Þessi lög eru að renna sitt skeið í apríl 1981. — Er nauðsynlegt fyrir grá- sleppukallana að borga í Þróunar- sjóðinn? — Nei, og hefur aldrei verið, svarar Guðmundur að bragði. En máli var hugsað þannig að sam- þykkja þessi 3% til þriggja ára og við sjálfir fengjum 1% af því, til að byggja upp rekstur samtak- anna.. .til þess að vera færir um það seinna meir að ráðstafa sjálfir okkar útflutningsgjaldi. Og þetta er einmitt það sem verið er að gera með lagafrumvörpunum tveimur sem nú liggja fyrir Alþingi. Tvö lagafrumvörp marka tímamót Eins og ég sagði áðan, þá falla gömlu lögin úr gildi í apríl nk., og þá ætlumst við til að búið verði að samþykkja ný lög um útflutnings- gjald af grásleppuafurðum og um Aflatryggingasjóð grásleppu- veiðimanna. Þetta er stjórnar- frumvarp og ég er bjartsýnn á að það verði samþykkt. Þetta er mikið mál fyrir okkur, með þessum lögum er mannskap- urinn á bátunum tryggður, en það hefur aldrei áður þekkst í lífi grá- sleppusjómannsins. — Nú hafa sjómenn á bátum undir 12 tonnum alla tíð búið við mikið óöryggi í þeim skilningi, að þeir hafa ekki haft neina kaup- trygg'ngu, enga Iíftryggingu og VÍKINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.