Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 31
Bjöm Guðjónsson formaður S.G.H.F. setur bát sinn við Ægissíðuna í Reykjavík.
ekki haft aðgang að Aflatrygg-
ingasjóði eða neinu sliku. Breytist
þetta núna?
— Já, hér verður mikil breyting
á. Að vísu tryggjum við ekki skip-
ið. Eins og allir vita eru margir
sem stunda grásleppuveiðar ein-
göngu sem tómstundagaman. Við
viljum koma í veg fyrir að menn
rjúki til og fái sér sportbát og eitt
net, fleygi því út og þar með fái
þeir bátinn tryggðan, sjálfan sig,
áhöfn og allt.
Við tökum hóptryggingu fyrir
alla þá sem sækja um veiðileyfi. í
þessum tryggingum eru innifaldar
líf-, slysa-, og örorkutrygging
áhafnarinnar. Þetta er í samræmi
við aðrar sjómannatryggingar
sem í gildi eru í landinu. Eins og
málum er háttað í dag, hafa menn
engar tryggingar.. .ja ekki nema
þeir sjái sjálfir um að tryggja sig
og slíkt er nú oft látið sitja á hak-
anum.
Kæligeymslan er
stóra málið
í þessum lögum er líka gert ráð
fyrir að við greiðum í Fiskveiði
sjóð, og þar með opnast okkur leið
í þann sjóð.
En stærsta málið af öllum stór-
um er kæligeymsla sem samtökin
ætla að reisa í vesturhöfninni hér í
Reykjavík, en það er ekki enda-
lega búið að ganga frá lóðamál-
um. Tilgangurinn með skemmu-
byggingunni er eiginlega þríþætt-
ur.
í fyrsta lagi skapast þarna að-
staða til að geyma hrogn. Víða úti
á landi er geymsla á verkuðum
hrognum mikið vandamál, sér-
staklega eftir að farið var að salta
meira í plasttunnum. Þær eru við-
kvæmari fyrir hitabreytingum
heldur en trétunnumar. Hug-
myndin er að flytja öll hrogn
hingað til Reykjavíkur og með því
móti getum við tryggt fyrsta flokks
gæði, sem við verðum að halda,
því nú erum við búnir að fá
VÍKINGUR
Kanandamenn í samkeppni við
okkur á mörkuðum erlendis.
í öðru lagi geta sjómenn fengið
afurðalán úr á framleiðslu sína
þegar öll hrognin eru komin á
einn stað.
í þriðja lagi verður hægt að
fylgjast með því að rétt magn sé í
tunnunum. Það gerum við með
því að taka stikkprufu frá hverjum
aðila sem sendir okkur hrogn, því
eins og þú veist þá hefur hver
maður sína aðferð við að verka
hrognin og oft er misjafnthlutfall á
milli pækils og hrogna, eftir því
hvar þau hafa verið verkuð.
Tryggjum fyrsta
flokks gæði
Við tökum sem sagt prufur,
rannsökum þyngdina í hverri
tunnu, könnum pækilmagnið og
gerum gerlaprufur. Komi það í
ljós að pækillinn er ekki í réttu
hlutfalli hjá einhveijum, verður
skift um pækil í öllum tunnunum
frá viðkomandi.
Með þessu móti tryggjum við
fyrsta flokks gæði, sömu gæði yfir
allt landið og rétt magn sé í tunn-
unum. Oftar en ekki hefur verið
nokkrum kílóum of mikið í hverri
tunnu þegar hún er komin í kaup-
anda, og er það ekki svo lítið magn
þegar á heildina er litið en sjó-
menn fá bara greitt fyrir ákveðna
þyngd, allt sem fram yfir hefur
verið, hafa þeir því gefið kaup-
endum.
— En hafa menn ekki litið það
homauga að vera að flytja hrognin
utan af landi, fyrst til Reykjavíkur
og síðan út, í stað þess að taka þau
beint um borð í flutningaskip eins
og tíðkast hefur hingað til?
Jú, að vísu hafa menn velt þessu
svolítið fyrir sér, en ég held að
þetta sé það sem koma skal. í
sumar sem leið fluttu skipafélögin
1 dæmis hrognin endurgjaldslaust
til reykjavíkur hvaðan sem var af
landinu, með því skilyrði að þau
fengju að flytja þau úr landi.
Hagsmunamál fyrir
landsbyggðina
Sumstaðar hafa menn þurft að
leggja í mikinn flutningskostnað
til að koma framleiðslu sinni í veg
31