Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Side 34
að samtökum sjómanna sem stunda vinnu sína á bátum undir 12 tonnum. Við kljúfum okkur ekki út úr einu eða neinu — Samkvæmt frumvarpinu ætla grásleppusjómenn að stofna sinn eigin aflatryggingasjóð. Hvemig undirtektir hefur það fengið? — Það hefur nú ýmislegt verið sagt um það mál, svarar Guð- mundur Lýðsson og brosir. Þetta stingur í augum á mörgum. En það er mörg rök fyrir því að grá- sleppukallar vilji vera sér á báti í þeim efnum. í fyrsta lagi þá borg- urðu þeir í Aflatryggingasjóð allar götur fram til 1972, þess vegna má kannski segja að þeir hafi aldrei verið í þessum sjóð og eru því ekki að kljúfa sig út úr neinu, eins og sumir hafa viljað halda fram. Grásleppusjómenn eru aðeins að fara fram á það að fá að stofna sinn eiginn sjóð í friði. Þeir vilja leggja þetta á sig, þetta eru þeirra eigin peningar og þeir eru ekki að fara bónleið í ríkiskassann, eða eitthvað í þá veru. Nú förum við bara fram á það við löggjafavaldið að það segi já. Ég vísa á bug öllum fullyrðingum um að við séum að kljúfa okkur út úr einhverju sem við höfum aldrei verið í. — Eru menn kannski smeykir við að þið sýnið þarna fordæmi, að þið myndið ykkar eigin sjóð sem verði etv. sterkari og betur rekinn en stóri sjóðurinn? — Kannski það, ha, ha! Við verðum líka að athuga það, að grásleppusjómenn eiga ekki heima í kerfinu, þetta er svo sér- stakt bæði hvað snertir veiðisvæði, veiðitíma og annað. ef við hefðum breytt um nafn á sjóðnum og sagt að þetta væri til dæmis veiðisjóður til að tryggja aflabrest hjá grá- sleppusjómönnum. . .ja, þá hugsa ég að enginn hefði hreyft mót- mæum. Þannig er nú það. Skipting bótasvæða getur verið breytileg — En þegar grásleppubændur hafa nú komið sér upp sínum eiginn aflatryggingasjóði, hvemig verður skiptingu bótasvæða háttað? — Það er mál sem verður að athuga hverju sinni og í hverju byggðarlagi fyrir sig. Þetta er svo breytilegt frá ári til árs. Ef við lít- um til dæmis á síðastliðið ár, þá var veiðin á svæðinu frá Langa- nesi og að Þórshöfn ákaflega mis- jöfn. Vegna ríkjandi vestanáttar á þessum miðum var afli góður hjá Raufarhafnarbátum en mjög slak- ur hjá bátum frá Þórshöfn og Kóparskeri. Fiskigöngur geta ver- ið misjafnar frá ári til árs og allir þekkja duttlunga hafíssins. — Fráþví 1976hafamenn þurft að fá leyfi stjómvalda til grá- sleppuveiða. Netafjöldi er líka ákveðinn á hvem mann, 40 löng (120 faðma) net á hvem einstak- ling og einnig hafa verið settar reglur um veiðitíma. Hvemig er hljóðið í mönnum út af þessum skömmtunum? — Grásleppusjómenn eru yfir- leitt ánægðir með veiðitímann. Hann var minni áður, en fyrir tveimur árum var bætt við viku aftan og framan við hjá öllum, og ég held að menn séu bara ánægð- ir. RauðmaginU utan við lög og reglur — En hvað með rauðmagann? Mega menn leggja fyrir rauðmaga hvenær ársins sem er? — Já, já. Það eru ekki til neinar reglur um rauðmagaveiðar. — En hvað gera bændur ef rauðmaganetin fyllast af grá- sleppu áður en leyfilegur grá- sleppuveiðitími er byrjaður? Verða VÍKINGUR Óskum eftir að komast í samband við seljendur af fiski. Fiskvinnsla — Frysting — Lýsisvinnsla — Útgerð. Hraðfrystihús Patreksfjarðar h.f. Aðalstræti 100 — -- 94-1307-1308. 34

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.