Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 34
að samtökum sjómanna sem stunda vinnu sína á bátum undir 12 tonnum. Við kljúfum okkur ekki út úr einu eða neinu — Samkvæmt frumvarpinu ætla grásleppusjómenn að stofna sinn eigin aflatryggingasjóð. Hvemig undirtektir hefur það fengið? — Það hefur nú ýmislegt verið sagt um það mál, svarar Guð- mundur Lýðsson og brosir. Þetta stingur í augum á mörgum. En það er mörg rök fyrir því að grá- sleppukallar vilji vera sér á báti í þeim efnum. í fyrsta lagi þá borg- urðu þeir í Aflatryggingasjóð allar götur fram til 1972, þess vegna má kannski segja að þeir hafi aldrei verið í þessum sjóð og eru því ekki að kljúfa sig út úr neinu, eins og sumir hafa viljað halda fram. Grásleppusjómenn eru aðeins að fara fram á það að fá að stofna sinn eiginn sjóð í friði. Þeir vilja leggja þetta á sig, þetta eru þeirra eigin peningar og þeir eru ekki að fara bónleið í ríkiskassann, eða eitthvað í þá veru. Nú förum við bara fram á það við löggjafavaldið að það segi já. Ég vísa á bug öllum fullyrðingum um að við séum að kljúfa okkur út úr einhverju sem við höfum aldrei verið í. — Eru menn kannski smeykir við að þið sýnið þarna fordæmi, að þið myndið ykkar eigin sjóð sem verði etv. sterkari og betur rekinn en stóri sjóðurinn? — Kannski það, ha, ha! Við verðum líka að athuga það, að grásleppusjómenn eiga ekki heima í kerfinu, þetta er svo sér- stakt bæði hvað snertir veiðisvæði, veiðitíma og annað. ef við hefðum breytt um nafn á sjóðnum og sagt að þetta væri til dæmis veiðisjóður til að tryggja aflabrest hjá grá- sleppusjómönnum. . .ja, þá hugsa ég að enginn hefði hreyft mót- mæum. Þannig er nú það. Skipting bótasvæða getur verið breytileg — En þegar grásleppubændur hafa nú komið sér upp sínum eiginn aflatryggingasjóði, hvemig verður skiptingu bótasvæða háttað? — Það er mál sem verður að athuga hverju sinni og í hverju byggðarlagi fyrir sig. Þetta er svo breytilegt frá ári til árs. Ef við lít- um til dæmis á síðastliðið ár, þá var veiðin á svæðinu frá Langa- nesi og að Þórshöfn ákaflega mis- jöfn. Vegna ríkjandi vestanáttar á þessum miðum var afli góður hjá Raufarhafnarbátum en mjög slak- ur hjá bátum frá Þórshöfn og Kóparskeri. Fiskigöngur geta ver- ið misjafnar frá ári til árs og allir þekkja duttlunga hafíssins. — Fráþví 1976hafamenn þurft að fá leyfi stjómvalda til grá- sleppuveiða. Netafjöldi er líka ákveðinn á hvem mann, 40 löng (120 faðma) net á hvem einstak- ling og einnig hafa verið settar reglur um veiðitíma. Hvemig er hljóðið í mönnum út af þessum skömmtunum? — Grásleppusjómenn eru yfir- leitt ánægðir með veiðitímann. Hann var minni áður, en fyrir tveimur árum var bætt við viku aftan og framan við hjá öllum, og ég held að menn séu bara ánægð- ir. RauðmaginU utan við lög og reglur — En hvað með rauðmagann? Mega menn leggja fyrir rauðmaga hvenær ársins sem er? — Já, já. Það eru ekki til neinar reglur um rauðmagaveiðar. — En hvað gera bændur ef rauðmaganetin fyllast af grá- sleppu áður en leyfilegur grá- sleppuveiðitími er byrjaður? Verða VÍKINGUR Óskum eftir að komast í samband við seljendur af fiski. Fiskvinnsla — Frysting — Lýsisvinnsla — Útgerð. Hraðfrystihús Patreksfjarðar h.f. Aðalstræti 100 — -- 94-1307-1308. 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.