Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 37
tunnumar. Þá er sú hætta úr sög-
unni.
Sumstaðar úti á landi er að vísu
erfitt að koma við plasttunnum
vega plássleysis, því þær eru ekki
eins sterkar og trétunnumar, við-
kvæmar fyrir hitabreytingum, en
þá erum við aftur komnir að
skemmubyggingunni. Hún fyrir-
byggir að hrognin skemmist þótt
komið sé fram á sumar og hlýnað
hafi í verðri, svo fremi menn
komi hrognunum óskemmdum í
kæligeymsluna.
Síðastliðið ár skemmdust á
annað hundrað tunnur víðs vegar
um landið vegna þess að ekki var
hægt að koma hrognunum í kælda
geymslu. Slíkir hlutir verða úr
sögunni þegar skemman er kom-
inn upp.
í dag er skemman okkar stóra
hagsmunamál og þegar hún verð-
ur tilbúin er ég sannfærður um að
grásleppukallar láta ekki staðar
numið, segir Guðmundur Lýðs-
son að lokum.
Það er í mörgu að snúast á
skrifstofunni hjá Guðmundi. Fyr-
ir dyrum er aðalfundur samtak-
anna, svo að blaðamaður ákveður
að tefja hann ekki lengur og láta
þetta gott heita; þakkar fyrir sig
og óskar grásleppuköllum til
hamingju með þessi merkilegu
hagsmunasamtök.
Þau brostu hvort til annars yfir
þveran veitingasalinn. En áður en
maðurinn gat fylgt sigri sínum
eftir, fraus brosið skyndilega á
vörum konunnar og hún lét sem
hún sæi hann ekki.
Sá vonsvikni sneri sér að manni,
sem stóð nálægt borði hans og var
að kveikja sér í vindli: — Kven-
fólk er sannarlega skrítið, finnst
þér ekki? Þessi fallega kona þama
hinumegin í salnum var að daðra
við mig rétt áðan, en nú er hún að
sjá eins köld og ísklumpur.
— Já, samsinnti hinn. — Kon-
an mín er afar óútreiknanleg.
★
Maður kom inn í rakarastofu.
— Hve margir eru á undan mér?
spurði hann.
— Fimm á undan þér, ansaði
rakarinn.
— Þakka, sagði maðurinn og
labbaði út. Daginn eftir kom hann
aftur.
VÍKINGUR
— Hve margir á undan mér?
spurði hann. — Sex sagði rakarinn
og kauði labbaði út.
Þessu hélt áfram í viku. Að lok-
um gerðist rakarinn forvitinn og
sendi lærlinginn til að elta mann-
inn. — Ég vil fá að vita, hvert þessi
fábjáni fer héðan.
Daginn eftir fór lærlingurinn í
humátt á eftir náunganum. Kom
svo von bráðar aftur til stofunnar.
— Gastu komist að því, hvert
hann fer? spurði rakarinn.
— Já, sagði pilturin. — Beint
heim til þín!