Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Síða 44
Gleðikonan og þjónninn
Ein af gleðikonum Nýhafnar-
innar í Kaupmannahðfn kom inn
á bar í Nýhöfninni og bað þjóninn
að skipta fyrir sig tíu dala seðli.
Þjónninn athugaði seðilinn
vandlega. Ég vil gjarnan skipta
fyrir þig seðlinum, en því miður er
hann falsaður, systir góð.
Þegar hún fékk þessa vitneskju
rak hún upp ægilegt öskur og
hrópaði:
Mér hefur verið nauðgað!
★
— Það er viðkynningin, sem er
undirrót flestra hjónabanda, sagði
faðirinn spekingslega.
— Hnu?
— Það gerist þannig: Úr þeim
hópi manna, sem oftast koma í
heimsókn, velur stúlkan sér nátt-
úrlega mannsefni.
— Þá er ég hrædd um, að dóttir
okkar sé dæmd til að giftast rukk-
ara, sagði konan.
★
Silli: — Geturðu ímyndað þér
þennan náunga að bjóða
okkur 9 dollara fyrir bílinn!
Villi: — Hann hlýtur að vera
meira en lítið klikkaður. Við
skulum nota okkur það í hvelli.
★
María litla var veik, og hún var
sífellt að nauða í mömmu sinni
um að fá kettling.
Það kom á daginn, að senda
þurfti barnið á spítala til upp-
skurðar. Mamma hennar lofaði
henni, að ef hún yrði þæg og hug-
hraust, skyldi hún fá fallegasta
kettling, sem hægt væri að ná í.
Þegar María litla var að ranka
við sér eftir svæfinguna, heyrði
hjúkrunarkona hana muldra fyrir
munni sér: „Það er ekki tekið út
með sældinni að eignast kettling.“
★
Þessir Sjálendingar
Hann hét Kersten og var fjög-
urra ára og átti heima á Sjálandi.
Á heimilinu var frænka hans
sem átti heima á Jótlandi. Kom
þeim vel saman daglega við leik.
Kvöld nokkurt er þau voru
óvenju óhrein kom mæðrum
þeirra saman um að taka þau inn í
þvottahúsið og þvo þau þar.
Þegar búið var að afklæða þau
sagði Kersten við móður sína:
Ekki hélt ég að svona mikill mun-
ur væri á Sjálendingum og Jótum.
44
VÍKINGUR