Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 46
Vængjasnigillinn Spiratella retroversa, annar tveggja slíkra sviflægra snigla með skel sem algengir eru í íslenskum sjó. Myndin sýnir aðeins bobbann þ.e. kuð- unginn, sem er um 2—3 mm að lengd. þessum stóru pílormum fyrir norðan land. Þessi glæru slytti sem héngu í möskvunum nefndu sjó- mennimir einfaldlega glærátu, svo höfundur treður þeim hér í þenn- an vafasama flokk. Annars eru áhöld um, hvort pílormar skuli flokkast undir átu nema að litlu leyti. Þrátt fyrir ósjálegan og slyttislegan líkama eru þetta full- vaxta dýr sem geta verið nokkuð spretthörð. Burstakransinn kring- um ginið er hárbeitt skurðtæki, og eru pílormamir taldir hin mestu rándýr á sínu vísu. Þeir ráðast umvörðum á fiskungviði, sem oft er stærra en þeir sjálfir, og hakka það í sig. Fiskseiði Með fiskseiði er átt við annað ungviði en það, sem myndar oft glærátuna. Öll fiskegg (fiskifærð- ingar tala að sjáfsögðu um hrogn í fiskum, en venja er maðal þeirra að tala um egg þegar þau eru laus úr hrygnunni og svífa um í sjónum) og seiði fiska sem rekur stjómlaust í sjónum fyrstu ævi- mánuði sína teljast til dýrasvifsins og þá um leið til átu. Ekkert þeirra finnst í svö miklu mæli í sjónum sem glærátan. Líkamslögun ann- ara fiskseiða en þeirra sem sjó- menn nefna glærátu er og þannig, að þau ánetjast lítt í troll. Því ber minna á þessum fjölskrúðuga hópi en efni standa til. Þessi tegund átu er um allan sjó á sumrin eins og sannast þegar farið er með fínriðin troll eða háfa í rannsóknarskyni. Ástæðulaust er að telja hér upp einstaka hópa, en magnið fer nokkuð eftir fjölda innan fiskiteg- unda. „Brúnáta“ Fæstir geta ímyndað sér snigla og kuðunga á ferð upp i sjó. Hinir svokölluðu vængjasniglar eyða þó ævi sinni sem svif, blakandi ótt og títt nokkurskonar vængjum til Utgerðarmenn Vélstjórar Önnumst allar raflagnir og viögeröir í skipum og verksmiðjum Símar: 13309 og 19477 þess að sökkva ekki til botns. Dýr þessi eru flest svo smá að menn verða þeirra lítt eða ekki varir. Hér við land eru 3 tegundir vængja- snigla algengar, þar af eru tvær með skel, þ.e. kuðung. Sú skel- lausa er stærst eða um 1 sm á lengd og eitthvað mjórri á þver- veginn. Hinar tvær sem bera kuð- ung eru miklu smærri eða 1—3 mm. Kalkkuðungurinn sem þær bera gefur að byggingu og fegurð í engu eftir af því sem tíðkast hjá stærri botnlægum bobbum. Kalk- skelin er hins vegar næfurþunn og nánast gagnsæ til þess að íþyngja ekki eigandanum. Gamlir síldar- sjómenn kannast ef til vill við „brúnátu“ sem svo var nefnd og fannst stundum í síld. Hér voru í rauninni engir aðrir á ferð en hinir skeljuðu vængjasniglar og þunnir bobbamir komnir í mask í maga hinnar silfruðu. Þetta bendir til þess að fjöldi vængjasnigla geti orðið mikill, en að öðru jöfnu fer ekki ýkja mikið fyrir þeim í hinum fjölbreytta hópi sem við nefnum átu. Marflær í huga flestra er marfló eitthvert smákvikindi sem skríður um í fjörum og heldur sig nálægt botni. Sú er og raunin, að þessi hópur dýra er heldur þungur til sunds. Nokkrar tegundir hafa þó aðlagað sig þeirri veröld sem spannar bilið milli botns og yfirborðs, synda þar Möttuldýríð Salpa fusiformis sem rekur stundum í íslenskan sjó í miklu magni sunnan úr höfum. Dýrið er gagnsætt eða mestu eins og marglytta og dökku borð- amir sem sýndir eru á myndinni eru í raun mjólkurhvítir og sjást eins og i móðu inni i hlaupkenndum Ifkamanum. Heildarlengd allt að 8 sm. 46 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.