Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 55
Viðtal við Magnús Þorvaldsson skipstjóra Undanfarin ár hefur það orðið æ algengara að tveir skipstjórar skiptist á um að vera með einn loðnubát. Þannig er farið með Magnús Þorvaldsson, einn af okkar ágætu aflamönnum. Hann er annars af tveimur skipstjórum á Gísla Áma RE, en fór með Sæ- ljónið á síldina á meðan hann er í fríi frá loðnunni. Magnús er ættaður frá Fá- skrúðsfirði en fluttist úngur til Stöðvarfjarðar. Þar bjó hann ásamt fjöldskyldu sinni fram til ársins 1975, að hann fluttist til Reykjavíkur. Magnús byrjaði sem skipstjóri á Heimi frá Stöðvarfirði árið 1966, þegar síldin kunni best við sig á Rauðatorginu. Síðan tekur hann við nýjum bát 1967 sem einnig hét Heimir, og var með hann þar til hann var seldur til Grenivíkur 1975. Á meðan verið var að landa bryggjusíldinni frá Reyðarfirði, (sem sagt er frá á öðrum stað í þessu blaði), fór ég vopnaður blaði og penna upp í brú á Sæljóninu og lagði nokkrar spurníngar fyrir Magnús. Ég byrjaði á því að spyrja hann hvernig honum litist á þessa miklu síldveiði sem verið hefði. Hann sagði að það væri greini- lega meira síldarmagn í sjónum en undanfarin ár. „Ég geri ráð fyrir að það meigi þakka þeim friðunaraðgerðum sem hafa verið í gangi undanfarin ár. Nú eru þær farnar að sýna ár- ángur. Síldin er stærri en í fyrra, það hefur varla sést millisíld í aflanum og lángstærstur hluti hans fer í fyrsta flokk. Það er mikill misskilníngur að sjómenn séu á móti þeim friðunaraðgerðum sem gerðar hafa verið í sambandi við síldina. Ég held að flestir séu þeim sammála, þótt menn láti kannski falla stór orð um þessa hluti svona annað slagið. Kjaraskerðíng sjómanna Fyrir tveimur dögum bárust þær fréttir í útvarpinu að sam- þykkt hefði verið að skera afla- kvóta loðnubátana niður um 30 prósent samkvæmt tillögu fiski- fræðínga. Magnús er spurður að því hvernig honum lítist á það. „Mér líst illa á það. Það er ekki rétt stefna að bæta stanslaust nýj- um skipum í loðnuflotann sem þegar er orðinn allt of stór. Menn hafa nú haft þrjú eða fjögur ár til að átta sig á þessu, en þessi öfug- þróun heldur áfram. Það er í sjálfu sér allt í lagi að koma með ný skip, en þá verðum við líka að losa okkur við eitthvað af gömlu skip- unum í leiðinni. Það er ekki enda- laust hægt að stækka flotann og skera svo bara niður það magn sem hver bátur má veiða. Kvóta- skiptíngin í loðnuflotanum er heldur ekki réttlát. Stærstu bát- arnir meiga veiða um 19 þúsund tonn . .. áður en þessi nýji niður- skurður var ákveðinn, á meðan minni bátarnir fá aðeins leyfi til að veiða rúm 11 þúsund tonn. Að vísu er áhöfnin á stóru bátunum einum eða tveimur mönnum fleiri, en eingu að síður verður aflaskipt- íngin óréttlát. Og nú á að skera þetta niður um 30 prósent. Þetta er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Leitarskip allt árið Spurníng: Núhefurkomiðfram mikil óánægja hjá sjómönnum í sambandi við loðnuleitina? „Já, loðnuleitin er fyrir neðan allar hellur“, svarar Magnús og kveikir sér í sígarettu. „Þetta hefur verið þannig að einn bátur er kannski sendur til að leita að loðnu fyrir allan flotann og stundum hefur það komið fyrir að ís er á miðunum allan þann tíma sem hann á að vera að leita. Það gefur auga leið að undir slíkum kríngumstæðum finna menn ekki mikla loðnu. Mér finnst að fiski- fræðíngar verði að byggja rann- sóknir sínar á miklu meiri og ítar- legri leit en verið hefur undanfar- ið. Ef eitthvert vit á að vera í þessu, verður að vera leitarskip á loðnu- miðunum allt árið um kríng. í gamla daga, þegar síldin var og hét, þótti ekkert tiltökumál að gera út eitt eða tvö leitarskip fyrir síld- VÍKINGUR 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.