Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Side 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Side 57
Nýtt tæki frá Magnavox: Gerir flestum kleift aö sigla eftir gerfitunglum Á undanföraum árum hefur aukist mjög að nota gerfitungl til staðsetninga. Aðferð þessi nefnist sigling eftir gerfitunglum (satelle navigation = satnav). Magnavox Advanced Product and Systems Co hefur nýlega sett á markaðinn nýja gerð af tæki til staðsetninga með gerfitunglum, en fyrirtæki þetta hefur framleitt slík tæki allt frá árinu 1968. Þetta nýja tæki hefur hlotið nafnið MX 2102 SatelliteNavigator. MX2102 er fremur og ætlað í minni skip og er því nokkuð fyrirferðar minna en forveri þess MX 1242, en þó að sögn framleiðanda jafn nákæmt og gefur sömu möguleika og það síðar nefnda. Til að MX 2102 geri staðar- ákvarðanir þarf tunglið að vera að minnstakosti 6,5% yfir sjóndeild- arhring en þó ekki hærra en 70°. Sem stendur eru tunglin ekki nógu mörg til að eitt tungl sé ávallt á lofti.innan áður greindra marka. En talið er að þau gerfitungl, sem tæki frá Magnavox eru stillt á, gefi möguleika á staðarákvörðunum með 30 mín. millibili a 60° breidd. Gerfihnöttur í Transit sateilite kerfinn. Ameríski sjóherinn sendi tunglin á loft og nefnast þau Transit satellite system. Transit satellite system gerði amerísku pólaris kafbátun- um kleift að staðsetja sig mjög ná- kvæmlega hvar sem þeir voru staddir í heiminum, en það er ein- mitt aðal kosturinn við að siglinga eftir gerfitunglum. Sjálfvirk bilanaleit Brautir gerfitunglanna breytast með tímanum og það kemur að því að þau falla til jarðar og þá verður að setja nú upp í staðinn. Vegna þess eru stöðvar á jörðu niðri sem reikna út brautir tungl- anna á 12 tíma fresti. Upplýsing- ar um brautina eru sendar uppí tunglið sem geymir þær í minnis- einingu sinni en sendir þær þó jafnframt út með stuttu millibili. MX 2102 Satellite Navingator- inn notar upplýsingar um brautina til að reikna út hvenær von er á næsta nothæfu tungli. Talið er að þetta gefi um 10% fleiri nothæfar staðsetningar en ella. Milli staðar- ákvarðana reiknar MX 2102 út 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.