Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Side 61
Stjóraun þorskveiða
Stefna skal að svipuðurn
þorskafla á næsta ári eins og á
þessu ári miðað við óbreyttan
skipastól.
Fjölgi skipum við þorsk-
veiðar s.s. vegna loðnuskipa og
nýrra togara, leiðir það til
kjaraskerðingar sjómanna
nema um aukinn heildarafla
verði að ræða.
Netaveiðar verði ekki leyfð-
ar fyrr en 1. febrúar irni land
allt.
„Loðnuskip“ sem stunda
togveiðar og eru yfir 39 m að
lengd verði háð við þorskveið-
ar, sömu takmörkunum og
togarar.
Lokun veiðisvæða verði
ákveðin vegna smáfisks,
hrygningar og af öðrum gild-
um ástæðum, en ekki lokun
sem gildir til fjölda ára í senn.
Að öðru leyti styðjum við
framkomnar tillögur um
stjómun þorskveiða frá 20.
nóvember 1980.
Eggert Eggertsson, Félagi bryta.
Ingólfur lngólfsson, formaður Vélstjóra-
félagsins í pontu. Ingólfur er jafnan að-
sópsmikill á málþingum, enda vel mæltur
og skemmtilega kjamyrtur á stundum.
Ekki má selja Árvakur
Formannaráðstefna F.F.S.Í.
haldin í Reykjavík 22.—23.
nóvember 1980 skorar á ríkis-
stjóm íslands að ekki verði selt v/s
Árvakur, en orðrómur hefur verið
um að áform væru um að selja
ætti skipið.
Ef varðskipið Árvakur verður
VÍKINGUR
seldur eins og gert er ráð fyrir í
fjárlögum, telur öryggismála-
nefnd F.F.S.Í. ekkert skip hér-
lendis fært um að annast viðhald
og hreinsun á ljósduflum þeim
sem hér eru í notkun.
Nefndinni er ekki kunnugt um
nokkurt skip, sem er betur fallið til
að vinna við endurbætur og ný-
byggingu vita og leiðarmerkja,
sem eru á og kunna að verða
Guðjón A. Kristinsson, form. Bylgjunnar
á Isafirði.
byggð á annesjum og skerjum á
komandi tímum. Og telja verður
mjög mikið vafamál, hvort nokk-
urt skip hér á landi sé til þess búið
að framkvæmd nefnd verkefni að
Árvakri seldum. Að framansögðu
verður því að teljast mjög óljóst
hvemig fara muni með fram-
kvæmdir er varða vitaþjónustuna,
ef fram fer sem horfir.
Formannaráðstefna F.F.S.Í.
haldin í Reykjavík 22.—23.
nóvember 1980 fagnar því að
Landhelgisgæslan hefur fengið
öfluga þyrlu til gæslu og björg-
unarstarfa, væntir ráðstefnan þess
að þyrlan verði búin þeim bestu
og hentugustu björgunartækjum,
sem völ er á hverju sinni.
Formannaráðstefna Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands haldin í Reykjavík 22. og
23. nóvember 1980 ályktar, að
þegar Landhelgisgæsla íslands fer
um borð í skip til mælinga, eða til
annarra athugana, verði starfs-
mönnum hennar falið að fara yfir
búnað öryggistækja viðkomandi
skips og skráningu áhafnar þess.
Formannaráðstefna F.F.S.Í.
haldin i Reykjavík 22.—23.
nóvember 1980 ályktar, að fram
61