Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 63
VM háþrýstidrif fyrir fiskibáta VM háþrýstidrif fyrir fiskibáta. Á þessu ári voru sett VM- há- þrýstiolíudrif í tvo fiskibáta hér- lendis. Mb VIN SH-6 og Mb Báru ÍS, frá Flateyri. Að fenginni þeirri reynslu sem komin er á þennan búnað, má fyllyrða að hér sé um merkilegan drifbúnað að ræða og að ástæða sé til þess að kynna ís- lenskum fiskimönnum hann. Lýsing: VM-Háþrýstidrifið (HYDROS- TATIC TRANSMISSION VM) er byggt upp af magnstýrðri (Varia- ble displacement) stimpildælu og stimpilmótor með föstu rúmtaki (Fixed displacement motor). í stað verjulegs bátagírs, er dælan bein- tengd aðalvél og vinnur á sama snúningshraða og vélin. Setja má vél og dælu hvar sem hentar best í bátnum og má segja að þessi sam- stæða virki sem dælustöð ein- göngu. Olíumótorinn er bein- tengdur við skrúfuöxul, venjulega með viðeigandi plánetu-Niður- færslugír. Eina tengingin milli dælu og skrúfumótors er með há- þrýstislöngum sem leggjá má svo til hvernig sem er. Ekki er lengur þörf á nákvæmri afstillingu milli vélar og skrúfuöxuls. (Sjá mynd 1.) Stjómun: Stjórnun skrúfu fer fram með litlu handfangi og má hafa eitt í stýrishúsi og annað á þilfari, þar sem best er að ná til þess við línu- og netadrátt. Vélin er látin snúast á sparneytnasta hraða og þegar stjórnhandfangið er í miðstöðu , dælir dælan engu og skrúfan er kyrr. Sé handfangið hreyft framávið hreyfist stjórnloki í dæl- unni (Servo-Ventill) og hallar stimpildælunni, sem byrjar að dæla vökva til skrúfumótors og fylgir hann nákvæmlega hinu dælda magni, áfram og afturábak, sé handfangið hreyft afturfyrir miðstillinguna. Á þennan hátt má fá óendanlega breytilegan skrúfu- hraða, án þess að vélarhraði breytist. Virkni þessa kerfis er miklu nákvæmari en fáanleg er með bestu skiftiskrúfum. Hegðun: Olíudrifið vinnur við 200 kg/ sm2 þrýsting undir stöðugu álagi en má fara upp í 320 kg/sm2 af og til. Drifið er algerlega hljóðlaust og heyrist ekki í því nema suð við fullt álag. Nýtnin er mjög góð eða um og yfir 95% við mesta álag. Vinnuhiti er 80°C. Stabilimenti Meccanici VM, S.P.A, og dótturfyrirtækin Álags- og nýtnilínurit fyrir 150 ha. dælu. ISOTTA FRANCHINI og DU- CATI DIESEL, einu nafni GENERAL DIESEL, er ein stærsta dieselvéta verksmiðja á Ítalíu og keypti VM einkaleyfi DOWTY fyrirtækisins brezka á olíudrifinu fyrir 6 árum. Hefir VM unnið að fullkomnun þess fyrir þann tíma. Reyndust þau mis- jafnlega og þóttu hafa lélega nýtni og hvarf áhugi fyrir þeim fjótlega. Nú er sýnt að vel hefir tekist hjá VM að endurhanna kerfið og ekki annað að sjá en að allar fullyrð- ingar framleiðanda standist full- komlega. VM-olíudrifin fást í sex stærð- um. Hið minnsta gengur við vélar að 45 HÖ (72 max) og hið stærsta er knúið af 189 HA vél (303 max). Kerfið samanstendur af áður- nefndum aðalhlutum, dælu, mótor og niðurfærslugír, olíu- VÍKINGUR 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.