Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Side 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Side 66
Birgir Thoroddsen, skipstjóri: Sveinn og Svanur Báturinn með borðin rifnu brotinn, grafinn niður í sand öllum ræðum rúinn, rytjulegur þóftufúinn lagður þarna á land. Hnýflarnir og hárkvasst stefnið hefir löngu horfið burt, allar árar horfnar, ólar í sundur skornar og stýrið farið, hver veit hvurt. Flyksur liggja af fúnum seglum fallinn reiði sundur slitinn mastrið liggur lágt, löngum bar það hátt. Líttu á snjáða litinn. Þarna liggur þessi bátur þarna leika strákar sér. Enginn öldubrjótur. Æ! mér finnst hann ljótur. Kólgan áfram klettinn ber. Gamall maður stóð og studdi stirðri hönd á borðstokkinn. „Já, svona er Svanurinn farinn sá klauf forðum marinn. Dágóð saga drengur minn. Feril þeirrar góðu gnoðar getur enginn lengur skráð. Og þótt ég syrgi Svaninn,“ sagði þorskabaninn, „minning hans skal eið máð.“ 66 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.