Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 76
— Ég er töframaður, upplýsti
maðurinn leikstjórann um.
— það var athyglisvert. Hvað er
þitt besta töfrabragð?
— Ég saga kvennmann í
tvennt.
— Er það vandasamt?
— Það er banaleikur. Ég lærði
það líka sem krakki.
— Eru þá nokkur stúlkuböm
eftir á heimilinu?
— Ég á þó nokkrar hálfsystur.
Prestur af Akranesi var á ferð í
Reykjavík hér fyrr á árum. Þá var
engin bindindisöld, og tóku prest-
ar sér drjúgum sopa, ekki síður en
aðrir. Nú varð prestur þessi
dauðadrukkinn og sofandi úti fyr-
ir búðardyrum einum hér í bæn-
um.
Búðarmenn tóku þá prest, settu
í poka og bundu fyrir opið, lögðu
hann svo afsíðis.
Skip kom frá Akranesi þennan
sama dag í verslunarerindum.
Akurnesingar þóttu ekki sauð-
frómir í þá daga, og þegar þeir
fóru um kvöldið, þrifu þeir pok-
ann og fleygðu honum um borð,
því þeir töldu ket vera í pokanum.
Þegar þeir eru komnir hálfa
leið, fer pokinn að hreyfast og
heyrist sagt úr honum í eymdar-
tón:
— Láttu mig hafa meira af
sænginni, gæskan!
trá Euroclean
Stillanlegur þrýstingur
20—175bar
Tvöfalt stálrör
Blandari fyrir hreinsiefni
Sandblástur mögulegur
UMBOÐS- OO HEILDVERSLUN
KARSNESBRAUT 2 PÓSTHÓLF55
SÍMI 45666 200 KÓPAVOGUR
MEKOR hff.
76
VÍKINGUR