Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 6
Ritstjóraspjall:
Um skólamál
sjómanna
/ pes.su blaði er nokkuð skýrt frá tveimur mikil-
vœgum páttum sjómannamenntunar hér á landi,
sjóvinnukennslunni á grunnskólastiginu og
menntun yfirmanna í Stýrimannaskólanum.
Hvorttveggja er okkur ómissandi, og pá ekki síst
sjóvinnukennslan á Reykjavíkursvœðinu, þar sem
sjómennskan er fjarlœgari skólabörnum en í öðr-
um byggðarlögum við ströndina. Það er ekki
nema sjálfsagt, og eflaust pjóðhagslega nauðsyn-
legt, að sem allra flestir unglingar í landinu fái
kynnst af eigin raun peim atvinnuvegi sem gerir
okkar eyríki byggilegt. Að ekki sé nú minnst á
pað, að flestum krökkum pykir fátt í skólanum
skemmtilegra en að fara með báti út á sjó og
kynnast pví hvernig rennt er fyrir fisk. Þarna
opnast peim nýr œvintýraheimur og pau fá
smjörpefinn af pví, sem heldur sjómönnum við
efnið: veiðivoninni.
Nú er nýr skólastjóri Guðjón A Eyjólfsson
sestur við stjórnvölinn í Stýrimannaskólanum, en
Jónas Sigurðsson lét af pví embœtti s.l. sumar
eftir langt og giftudrjúgt starf í skólamálum sjó-
manna. Guðjón er maður sem veit hvað hann vill,
og hann gerir sér fullvel grein fyrir pví, 'að einn
veigamesti pátturinn í starfi hans er að berjast
fyrir pví að verja og auka hlut skólans innan
skólakerfisins og gagnvart fjárveitingavaldinu.
Það er erfitt að halda uppi kröfuhárri kennslu,
eins og okkur ber, ef kennarar hafa t.d. nauman
aðgang að sérfrœðiritum og nýjunganámskeiðum
vegna fjárskorts.
Endur- og símenntun eru frœðsluhugtök sem
fengið hafa á sig allt að pví slagorðablæ í allri
umrœðu um skóla- og menntunarmál á undan-
förnum árum. Við Samvinnuskólann í Bifröst í
Borgarfirði hefur verið unnið brautryðjendastarf í
pví að fœra starfandi fólki menntunina svo að
segja heim í hlað. Kennarar skó/ans halda
fjöldamörg námskeið um landsbyggðina alla fyrir
starfsfólk samvinnuhreyfingarinnar, par sem
starfandi fólki er gefinn kostur á að kynnast nýj-
ungum er snerta störf pess og dusta rykið af
gamalli og litt nýttri pekkingu. Hliðstœða pjón-
ustu purfa sjómannaskólarnir okkar að veita,
bœði hvað snertir tækninýjungar, endurmenntun
og öryggismál.
Þetta má gera með pví að hagnýta hljóð- og
myndböndin, sem eru fyrir hendi í velflestum
skipum flotans, og einnig á pann hátt, að kenn-
arar skólans ferðist um og haldi námskeið áýms-
um höfnum. Þessa starfsemi ættu hagsmunasam-
tök sjómanna að styðja með oddi og egg, og beita
áhrifum sínum á stjórnvöld á pann veg, að pessi
starfsemi verði gerð skólunum fjárhagslega kleif.
Þvi umfram al/t hefur pessi starfsemi pann kost,
að hún heldur hugum sjómanna vakandi, en pað
er alkunna að mannshugurinn stirðnar án æfing-
ar og pegar vinna parf til lengdar einhæf störf og
lýjandi. Með tilliti til pess hve sjómönnum er
nauðsynlegt aðgeta gengið tilgóðrar vinnu í landi
meðan peir eru enn I fullu fjöri er endur- og sí-
menntun einnig nauðsyn/eg.
Hérpurfa samtök sjómanna og skólarpeirra að
leggjast á eitt og hrinda í framkvæmd hags-
munamáli, sem er mikilvægara en margan pann
grunar, sem lætur sér nægja að glugga I launa-
umslagið sitt um hver mánaðamót og bölva síðan
verðbólgunni.
6
VÍKINGUR