Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 18
í norðaustan áttinni hefur þarinn hrúgast upp í fjörunni. Trillurnar hafa verið settareftir í>ott aflasumar og híða vorsins. Húsið lengst til hægri er kaupfélagshúsið í Bakkagcrði. Samfara þessari einangrun hef- ur reynst erfitt að halda uppi fullri atvinnu árið um kring fyrir alla íbúa Bakkagerðis. Á veturna, þegar snjórinn hefur lokað öllum leiðum, pakka karlmenn niður föggum sínum og fara á vertíð. Þetta er saga sem öll sjópláss fyrir austan, norðan og vestan kannast við, en heyra nú sögunni til í flestum tilfellum. En í Bakkagerði þykir þetta ennþá vera tímanna tákn. Mestu ræður þar um að sjó- inn er ekki hægt að stunda þaðan yfir vetrartímann, sem aftur ræðst af þvi að örugg höfn er ekki á staðnum. Fjörðurinn stendur op- inn fyrir hafi og býður öllu At- lantshafinu birginn ef því er að skipta. En strax og snjóa leysir lifnar yfir öllu. Karlmenn koma af ver- tíðinni og fara nú að ditta að trill- unum sínum sem legið hafa vetr- arlangt uppi á kambinum. Vegir verða aftur færir og fólk kemst í nánari snertingu við umheiminn. Það hvarflar jafnvel að unga fólk- inu að setjast að í Bakkagerði þegar það sér Dyrfjöll afklæðast 18 vetrarskrúðanum og færa sig í lit- ríkan sumarklæðnaðinn. Fólk fyllist bjartsýni sem endist þar til kvöld eitt seint í september, að drunginn kemur yfir mann fyrir framan sjónvarpið. Þeir spá norðaustan hvassviðri og snjókomu. Þegar undirritaður og sérlegur Ijósmyndari hans höfðu þegið góðgerðir hjá sr. Sverri Haralds- syni og Sigríði Eyjólfsdóttur konu hans og átt með þeim ánægjulegar stundir, kvöddu þeir kóng og prest og settust út í bílinn. Smalamaðurinn mikli Það er heldur kalt í veðri og bíllinn ekki á þeim buxunum að hlýða ökumanni. Samt kemst hann af stað og stynur þungan yfir meðferðinni á sér, hikstar og drepur á sér í fyrstu brekku. í sama mund geysist að fjárhópur sem rekinn er eftir götunni. Mér er ljóst að bíllinn stendur í vegi fyrir sláturfénu, enda kemur það fljót- lega í ljós. Manni nokkrum, sem sker sig úr sauðahópnum, er greinilega ekki vel við að ókunnug blikkbelja sé að þvælast á götu hans. Hann steytir að okkur hnef- ana og mergjuð ókvæðisorð yfir- gnæfa jarmið í kindunum. Bíllinn fer ekki í gang. Maðurinn rífur af sér prjónahúfuna og gerir ýmist að slá henni í áttina til okkar eða berja henni utan í næstu kind. Ég get ekki annað en hlegið. En við það ærist maðurinn, treður upp í sig húfunni og stekkur hæð sína í loft upp með samanklemmd augu og skakandi hnefa. Ég get ekki betur séð en hann búi sig undir að renna á bílinn, sem blessaðir sauðirnir höfðu þó látið ógert og sýnt þá kurteisi að ganga rólega framhjá þótt verið væri að leiða þá til slátrunar. í þessum svifum fer vélin í gang og ég flýti mér að bruna á braut áður en Gvendur smalamaður gerir alvöru úr hótunum sínum. í bakspeglinum sé ég hvar hann hottar á eftir okkur. G.A. Slæmu fulltrúamir eru valdir af góðu borgurunum, sem kjósa ekki ★ Hæna er aðferð eggsins til að framleiða annað egg . . . * Það eru ellimörk þegar það tekur þig allt kvöldið að gera það, sem þú varst vanur að gera allt kvöldið . . . * Ég hef alltaf haldið að hunda- vinafélagið væri félag hunda, sem eiga aðra hunda að vini . . . VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.