Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Síða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Síða 46
Ég setti á mig veðurstöðuna og hélt svo af augum inn skoming- ana fyrir ofan mýramar, en þar eru víða kaldavermsl og klaka- flysjungur í hlíðinni og hugðist ég brynna þeim skjótta, en hann frísaði ívíð af vatninu en drakk hvergi og þótti mér það undarlegt. Sóttist okkur vel í fyrstu og vorum komnir norður fyrir gilið og upp með móflögunum þegar byrjaði að slíta úr honum og herti drífuna jafnt og þétt inn með fjallinu, svo ekki sá handaskil, en ég var ró- legur svo lengi sem hann brast ekki á með norðanbáli og hélt stefnunni á Ása. Þóttist ég öruggur um að rata, en fann þó fljótt að ég hafði haldið undan brattanum, því ég gekk fram á hleðslu við Ámakletta, en þeir eru allmiklu neðar, en beinust leið til Ása. Ég sé því aftur á brattann og hélt mig ofar, því neðar voru víða hamrar og stórgrýti, en hlíðarslakkinn óskelmskur, þótt færðin gerðist þá ærið þung og hrossið bæði ótamt og skripótt. Ég var nú þama einn með huga mínum þegar ég veitti því athygli að undirlagið virtist allt í felling- um, svo engu var líkara en jörðin hefði þýft sig eða freðið í hryggi, en engin tök voru á að athuga það til hlítar, því mjöllin náði upp fyrir hnésbætur og ég varð að hafa hraðan á, en þessar ójöfnur urðu þó mjög til að hægja ferðina, því ég mátti klöngrast upp á þær hærri eða hrasa um þær minni. Gerðist ég fljótt þreyttur og ætlaði að halda undan slakkanum og freista þess að fara skammt ofan við klettana, en varð þess áskynja, að þar sem ég hugði halla undan fæti var á brattann að sækja, og taldi mig því staddan í skorningi milli hóla og mundi jafnframt vel eftir hólum ofan fjárgötunnar við fjallshomið og ætti ég því skammt ófarið. Hélt ég ótrauður áfram þótt engu skipti um, að alltaf voru brekkur á báðar hendur og varð 46 mér órótt í hjartanu, því ég vissi ekki um neitt gil frammi í fjallinu. En sem ég er þarna á báðum átt- um heyri ég daufan nið eins og af vatni og rétt í því spymir sá skjótti við fótum, vill hvergi haggast, en ég þráast við og tek fast um tauminn og skiptir þá engum tog- um að ég steypist fram af flugi, eða jörðin opnar sig undir fótum mínum, því ég endastingst ofan í jökulkalt vatn og missi tauminn. Var ég þrifinn af sterku straum- kasti og barst ýmist niður á botn eða flaut upp á yfirborðið, því mér tókst að anda þótt oft væri ég nær kafnaður og höfuðið lemdist á flúðum og staksteinum. En svo giftusamlega vildi til að mér skol- aði á grynningar og komst ég þar upp úr vatninu gegnum kaldur og þrekaður. Hugði ég mér vart lífs, svo blautur sem ég var, enda þekkti ég ekki staðhætti þótt stytt hefði upp og sæi víða um snævi- þaktar breiður. Sá ég þá, að ég stóð á mjórri eyri í miðri ánni og beljaði straumur á báðar hendur en eyrin virtist ná langt niður eftir elfunni. Mér var efst í huga að komast til lands, en kuldinn nísti bein og fötin frusu í stellingar utan um mig, svo ég gat naumast hrært legg né lið en byrjaði þó að svipast eftir vaði. Fór ég langa vegu án þess að hætta á vatnið, því elginn festi í strengjum, en ég vonaðist til að hún breiddi úr sér hið neðra, og heyrði um síðar fossnið úr fjarska og þóttist sjá, að eyrin teygði sig fram á brúnina og að áin brynjaði sig þar milli bakka. Gekk ég því fram og uggði ekki að mér, en ég var þá staddur efst í klettabelti, sem skagaði fram í þröngt gljúfur og gnapti yfir fossinum en undir voru einstigi, stallar og syllur. Var mér orðið svo kalt að tennurnar glömruðu í munni mínum og fingumir búnir að missa alla til- finningu, en verst var þó hve mig sveið í höfuðið undir svelluðu hárinu. Mér til ólýsanlegrar undrunar heyrði ég nú hlegið eigi all fjarri mér, en sá hlátur var ærið stór- kallalegur og síðan fliss sem líktist þó heldur freti og síðan rekinn upp annar hlátur enn kröftugri, svo tók undir í gjánni og hjartað hálf lamaðist í brjósti mínu, því ég sá um leið að á klettasnös, undir fossinum og aðeins fáeinum metrum fyrir neðan mig, sátu loðnar verur er minntu á menn, en voru þó miklu grófgerðari og stærri, svo mér blandaðist í engu hugur um að þar væru tröll. Symjaði mig eitt augnakast en varð þess strax áskynja að þau höfðu ekki orðið mín vör, heldur þrifu hvort til annars með geltum eða urrum, ellegar leituðu lúsa, að því ég gat best ráðið. Þótti mér allt háttarlag þeirra hið óviður- kvæmilegasta og sérstaklega skessanna tveggja, en þursamir virtust mér fjórir eða fimm og öllu minni að vöxtum. Var engu líkara en skessurnar gerðu sér að leik að setjast með bera þjóhnappa ofan á þursana og þreifa á þeim hér og þar. Ráku þeir upp hás gól eða urruðu ósjálfbjarga yfir meðferð- inni, en við það hristist fruntagelt úr skessunum, sem mér hafði upphaflega heyrst vera hlátur. Ég dró mig í hlé og skreið út á klakabrynjuna án íhugunar eða aðgæslu, því ég var felmtri sleg- inn. Var svellið flughált og gnast undan farginu, svo ég óttaðist í senn að húrra fram af hengiflug- inu, falla gegnum ísinn ofan í hringiðuna eða vekja athygli tröllanna, en með guðs hjálp og heitum bænum tókst mér að klöngrast yfir og taka til fótanna. Hljóp ég í einum spretti út með allri hlíðinni, yfir margar hæðir og hóla og um skominga, þar til ég sá rjúka frá húsunum í Ási, en þá veitti ég því athygli að ég var ekki lengur blautur og allur kuldi úr líkamanum, svo sem hefði ekki í vatn komið. Þótti mér það ekki VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.