Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Síða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Síða 38
Þama sést Guðný NS 7 þar sem hún liggur við bryggju á Seyðisfirði. Ég hef sjálfur gengið frá bátnum, innréttað hann og gert það sem þurfti að gera. Að vísu fékk ég aðstoð við rafmagnið og niður- setningu á vélinni, en að öðru leyti hef ég unnið þetta sjálfur. Bátur- inn er byggður úr 5 mm stáli og var allur sandblásinn og ryðvarinn utan og innan þegar hann kom. Hann er mældur 11,38 tonn. Ég kom honum á flot í fyrrahaust og náði því að fara einn róður. í sumar höfum við verið á línu, ég og Haraldur sonur minn sem er 13 ára, við erum búnr að fara 15 róðra og landa 28 tonnum af að- gerðum fiski. Ég hef verið með strákinn minn með mér. Við höf- um róið með 10 og 12 stampa af línu og beitt sjálfir. Þetta hefur bara gengið þokkalega og ég kann mjög vel við bátinn, sem er eini sinnar tegundar á landinu. Þannig er sagan um auglýs- ingamátt Sjómannablaðsins VÍK- INGS! Aðalbjörn hefur stundað sjó frá því hann var unglingur. Hann er 38 borinn og barnfæddur Seyðfirð- ingur. En árið 1967 hætti hann á sjónum og fór að vinna í landi. Fyrst lá leiðin á Netagerð Seyðis- fjarðar, fimm ár vann hann á skrifstofunni hjá Síldarverksmiðj- unni, við afgreiðslu hjá Ríkisskip vann hann um tíma og að síðustu hjá sýslumannsembættinu. — Ég var ábyggilega stimplað- ur stór skrýtinn þegar ég hætti sem gjaldkeri á Sýsluskrifstofunni og fór að eiga við útgerð á smábát. Ég hætti þar 1. maí 1980 og hef verið við bátinn síðan. Það kom fram í máli Aðal- bjöms að helstu erfiðleikamir við smábátaútgerð á Seyðisfirði er aðstöðuleysið í landi. Það vantar höfn fyrir þessa báta, sem hefur farið fjölgandi á undan förnum árum, og einnig þarf að koma upp skúrum. — Ég tel að ef maður ætlar að gera út litla báta héðan frá Seyð- isfirði, þá megi þeir helst ekki vera undir 5 til 6 tonnum. Það er langt að sækja og ekki hlaupið í var ef hann skellur á með suðaustan. Þess má að lokum geta að viðmælandi minn er ekki aðeins útgerðarmaður og skipstjóri á bát sem hann uppgötvaði í VÍKINGI, heldur er hann líka umboðsmaður blaðsins á Seyðisfirði. G.A. Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfja- skrín fyrir vinnustaði, bif- reiðarog heimili. INGÓLFS APÓTEK Hafnarstræti 5. Sími 29300 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.