Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 56
niður í tvo í staðinn fyrir þrjá. Við vorum tveir á dekki í sumar, á skipinu sem ég var á, þó við vær- um búnir með annað stig og hefðum í raun réttindi sem stýri- menn. Við komumst ekki að, því það er svo mikið af stýrimönnum. Við erum með sama kaup og há- setar þó við höfum verið tvö ár í skólanum. Gunnar: Það er öruggt að kaup á farskipum er alltof lágt. Byrj- unarlaunin hjá háseta eru rétt rúmar 5000 kr. á mánuði. Það hefur verið reiknað með 100 yfir- vinnutímum á mánuði til að hafa eitthvað upp úr þessu. Sigurður: Nú er verið að skera yfirtíðina niður. Við vorum með ágæta yfirtíð í sumar, miðað við önnur skip, 70 tíma á mánuði. Mér fyndist að menn ættu að vera á betra kaupi í svona löngum siglingum. Ég náði einum túr í sumar, hann stóð í þrjá og hálfan mánuð. Reyndar fáum við 10% ofan á fasta kaupið eftir tvo mán- uði en það munar ekki mikið um það. Langur skóladagur — Eruð þið ánægðir með námið i skólanum? Gunnar: Ég tel það í megin at- riðum alveg í lagi. Það er náttúr- lega ekki okkar að meta það hvað við þurfum að læra og hvað ekki en sumt finnst mér ég ekki þurfa á að halda lengur. Við erum t.d. að læra stafsetningu þriðja árið í röð. En það getur verið persónubund- ið, sumum getur þótt þetta nauð- synlegt. Við eigum að vera á sama stigi og menntaskólar í íslensku og lesum bæði fornar og nýjar bók- menntir. Sigurður: Mér finnst þurfa að leggja meira upp úr tækjakennsl- unni. Á sjónum eru tækin svo mikið notuð, það er siglt eftir þeim og fiskað. Við fáum stund- um bara tvo til þrjá tíma í tækjum á viku. 56 Gunnar: Það er talað um að við eigum að vera 40 stundir í skól- anum á viku en við erum alltaf miklu lengur því námskeiðum í ýmsurn fögum er bætt ofan á. Sigurður: Við förum á nám- skeið á Slysavarðstofuna í þrjá daga hver maður. Við mætum þar eftir skóla og erum fram eftir nóttu og jafnvel undir morgun. Það hafa líka verið heilsufræði- námskeið á laugardögum. Samlíkirinn spennandi — Finnst ykkur vanta tæki hingað eða vantarykkur tíma? Gunnar: Hvort tveggja. Við fengum nýjan radar í fyrra sem ég held að skólinn hafi keypt en mest af þessu er gefið af eldri nemend- um o.fl. Okkur var t.d. gefinn nýr loran í fyrra. Það er sáralítið sem skólinn hefur af peningum til tækjakaupa. Það er áhugi fyrir því að nota tæki eins og t.d. radar— samlíkinn miklu meira en til þess þyrfti mann til umsjónar og það eru ekki til peningar til að borga honum. Sigurður: Ég hef líka heyrt marga sem ég hef verið með á sjónum tala um að þeir hefðu áhuga á að koma og skoða sam- líkinn og æfa sig. Gamlir nem- endur sem vildu koma í heimsókn ef tækjasalurinn gæti verið opinn lengur. Gunnar: Það væri líka mjög gaman ef til væri tölvubúnaður í tengslum við Astikinn sem gæfi þó ekki væri nema falska mynd af botninum svo við gætum æft okkur betur. Að fá að sigla ... Sigurður: Það myndi leysast ef við fengjum skólaskip. Það hefur verið mikið um það rætt meðal nemenda sl. tvö ár og eins meðal kennara. Gunnar: Það kom fram sú hugmynd að skólinn fengi afnot af Hafrannsóknarskipunum þegar úthaldsdögum á þeim var fækkað. Það þyrfti ekki nema skipstjóra, einn vélstjóra og hugsanlega kokk. Þá gætu Stýrimannaskólinn og Vélskólinn notað skipið í sam- einingu. Það er líka hægt að stunda veiðar á Hafrannsóknar- skipunum. Það yrði alltof dýrt að smíða skip, það er til nóg af skip- um. Nú er nýr liður í spamaðar- ráðstöfunum að fækka úthalds- dögum varðskipanna. Það væri hægt að nota þau. Sigurður: Það eina verklega sem við höfum fengið í siglingum var á varðskipunum í fyrra. Það var mjög fróðlegt og gaman en alltof stutt. Við fengum að sigla skipinum alveg, stýrimaðurinn fylgdist bara með. Við vorum tveir og tveir á vakt allan sólarhringinn. Þetta var á við tvo mánuði í kennslu í skólanum. og fiska ... Gunnar: Það er verst að í varð- skipunum eru engin fiskleitar- tæki. í fyrra fengum við námskeið í veiðarfærafræði hjá Guðna Þor- steinssyni hjá Hafrannsókn. Það er svolítið öfugsnúið að útgerðar- tækninemamir í Tækniskólanum fengu 85 tíma á svona námskeiði en við áttum að fá 25 og fengum bara helminginn því það tókst ekki að klára meira. Mér finnst við þurfa meira á því að halda að læra um eðli veiðarfæra en þeir. Við fáum mjög litla kennslu í fisk- veiðum. Það má líka segja að vanti skilning skipstjórnarmanna til að kenna ungum mönnum um borð. Ég var t.d. búinn að vera 21 mán- uð á fiskibát og kunni ekki á nein tæki þegar ég kom í skólann. Þó var ég búinn að ákveða fyrir löngu að fara í skólann. Sigurður: Á fragtskipunum fær maður að fikta eins og maður vill í tækjunum um leið og þeir frétta að maður er í skólanum. Þetta fer reyndar alveg eftir stýrimönnum. Gunnar: 24 mánaða reynslu- VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.