Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 42
Skrifctofan aö Brekkustíg 4 sér um mál skipstjómarmanna og vélstjóra á svæðinu frá Húnaflóa tíl Vopnafjarðar Seinustu dagana í október var undirrituð stödd á Akureyri og leit inn á skrifstofu Vélstjórafélags ís- lands og Skipstjórafélags Norð- lendinga sem Guðmundur Stein- grímsson heldur gangandi í því gamla og virðulega húsi að Brekkugötu 4 sem Kristján Kristjánsson fyrsti eigandi Ford-umboðsins átti. Guðmundur sagði það fara ágætlega saman að reka eina skrifstofu fyrir bæði félögin en oft er mikið að gera því hann er eini starfsmaðurinn. Félagsmenn í hvoru félagi eru um 250 og nær félagssvæðið frá Flúnaflóa til Vopnafjarðar. Störfin á skrifstof- unni felast í innheimtu og al- mennum þjónustustörfum við fé- lagsmenn varðandi túlkun kjara- samninga o.þ.h. en félagsmenn mættu gera meira af því að hafa samband þó ekki sé um brýn er- indi að ræða heldur til að skiptast á skoðunum um ástand mála í at- vinnugreinunum, sagði Guð- mundur. Hvað Vélstjórafélagið áhrærir kvað Guðmundur alla stjórn þess fara fram í Reykjavík og fyndist sér ástæða til að kanna hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að stofna deildarstjórnir í öðrum landshlut- um til að auka tengsl milli manna og skoðanaskipti. Það fer engin félagsstarfsemi fram hjá vélstjór- um á Norðurlandi. Ef þá langar á árshátíð verða þeir að fara til Reykjavíkur og fundahöld eru alltof fátíð. Reyndar eru ekki allir starfandi vélstjórar í Vélstjórafé- 42 laginu því á minni stöðum eru menn í viðkomandi Verkalýðsfé- lögum í sjómanna- eða vélstjóra- deildum. Það er miklu heppilegra fyrir menn að ganga í félagið sjálft því þar er fjallað um almenn rétt- indamál stéttarinnar en ekki bara kauptaxta eins og í Verkalýðsfé- lagadeildunum. Einnig skiptir það miklu máli þegar rætt er um inn- göngu manna í félagið að ákvæði um atvinnuréttindi vélstjóra í landi vantar algjörlega. Atvinnu- rekendur eru ekki skyldir til að ráða lærða vélstjóra í fiskvinnslu- fyrirtæki t.d. þannig að mikið er um að menn séu í þessu starfi án vélstjóramenntunar. Taldi Guð- mundur einnig brögð að því að menn væru lögskráðir á skip án þess lögskráningarstjórar hefðu vissu fyrir því að próflausir menn hefðu undanþágu. Á það bæði við um vélstjóra og stýrimenn. Að standa við uppsögn Skipstjórafélag Norðlendinga heldur uppi þó nokkru félags- starfi. Stjórn þess er skipuð mönnum af svæðinu og haldnir eru félagsfundir þegar tilefni gef- ast, árshátíð og jólatré. Formaður þess er Gunnar Arason. Guð- mundur sér um að senda félags- mönnum þess skrár yfir fiskverð, kaupskrár, reikninga félagsins og félagatal í pósti til að auðveldara sé fyrir þá að fylgjast með sínum málum. Félagar eru nær allir skipstjórnarmenn á fiskiskipum þess vegna ráða fleiri þættir en bein kauptrygging þeirra kjörum, t.d. fiskverð, aflatakmarkanir o.fl. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.