Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 42
Skrifctofan aö Brekkustíg 4 sér um mál skipstjómarmanna og vélstjóra á svæðinu frá Húnaflóa tíl Vopnafjarðar Seinustu dagana í október var undirrituð stödd á Akureyri og leit inn á skrifstofu Vélstjórafélags ís- lands og Skipstjórafélags Norð- lendinga sem Guðmundur Stein- grímsson heldur gangandi í því gamla og virðulega húsi að Brekkugötu 4 sem Kristján Kristjánsson fyrsti eigandi Ford-umboðsins átti. Guðmundur sagði það fara ágætlega saman að reka eina skrifstofu fyrir bæði félögin en oft er mikið að gera því hann er eini starfsmaðurinn. Félagsmenn í hvoru félagi eru um 250 og nær félagssvæðið frá Flúnaflóa til Vopnafjarðar. Störfin á skrifstof- unni felast í innheimtu og al- mennum þjónustustörfum við fé- lagsmenn varðandi túlkun kjara- samninga o.þ.h. en félagsmenn mættu gera meira af því að hafa samband þó ekki sé um brýn er- indi að ræða heldur til að skiptast á skoðunum um ástand mála í at- vinnugreinunum, sagði Guð- mundur. Hvað Vélstjórafélagið áhrærir kvað Guðmundur alla stjórn þess fara fram í Reykjavík og fyndist sér ástæða til að kanna hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að stofna deildarstjórnir í öðrum landshlut- um til að auka tengsl milli manna og skoðanaskipti. Það fer engin félagsstarfsemi fram hjá vélstjór- um á Norðurlandi. Ef þá langar á árshátíð verða þeir að fara til Reykjavíkur og fundahöld eru alltof fátíð. Reyndar eru ekki allir starfandi vélstjórar í Vélstjórafé- 42 laginu því á minni stöðum eru menn í viðkomandi Verkalýðsfé- lögum í sjómanna- eða vélstjóra- deildum. Það er miklu heppilegra fyrir menn að ganga í félagið sjálft því þar er fjallað um almenn rétt- indamál stéttarinnar en ekki bara kauptaxta eins og í Verkalýðsfé- lagadeildunum. Einnig skiptir það miklu máli þegar rætt er um inn- göngu manna í félagið að ákvæði um atvinnuréttindi vélstjóra í landi vantar algjörlega. Atvinnu- rekendur eru ekki skyldir til að ráða lærða vélstjóra í fiskvinnslu- fyrirtæki t.d. þannig að mikið er um að menn séu í þessu starfi án vélstjóramenntunar. Taldi Guð- mundur einnig brögð að því að menn væru lögskráðir á skip án þess lögskráningarstjórar hefðu vissu fyrir því að próflausir menn hefðu undanþágu. Á það bæði við um vélstjóra og stýrimenn. Að standa við uppsögn Skipstjórafélag Norðlendinga heldur uppi þó nokkru félags- starfi. Stjórn þess er skipuð mönnum af svæðinu og haldnir eru félagsfundir þegar tilefni gef- ast, árshátíð og jólatré. Formaður þess er Gunnar Arason. Guð- mundur sér um að senda félags- mönnum þess skrár yfir fiskverð, kaupskrár, reikninga félagsins og félagatal í pósti til að auðveldara sé fyrir þá að fylgjast með sínum málum. Félagar eru nær allir skipstjórnarmenn á fiskiskipum þess vegna ráða fleiri þættir en bein kauptrygging þeirra kjörum, t.d. fiskverð, aflatakmarkanir o.fl. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.