Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 9
fljótlega út frá sér og hefur sam- band við skólamenn sem fá áhuga á að koma þessu inn í skólana í stað námsskeiðanna. 1974 taka svo sautján skólar á landinu sjó- vinnu upp sem valgrein í 3. og 4. bekk. 1977 lentum við í vandræð- um út af nýju grunnskólalögunum þar sem 4. bekkur var lagður niður. Niðurstaðan varð sú að við færðum námið í 4. bekk, niður í 9. bekk og 3. bekkjar námið niður í 8. bekk sem hafði þá svolitla val- greinamöguleika. Eftir eitt eða tvö ár var sá tími skorinn niður. Þá þurfti að fara að spara og hnífnum óspart beitt á verkmenntunina því valgreinar eru flestar verklegar. Manni fannst eins og orð og at- hafnir færu ekki alveg saman hjá þeim mönnum í menntakerfinu sem hæst höfðu talað um að auka þyrfti verkmenntun. En það tókst samt betur en á horfðist að aðlaga kennsluna grunnskólalögunum og nú er kennslan nær eingöngu í 9. bekk, aðeins örfáir litlir skólar kenna eitthvað í 8. bekk. Algeng- ast er að hafa fjóra tíma í viku fyrir báðar greinarnar. í fyrra vetur buðu 75 skólar á landinu upp á þessa kennslu og talan er mjög svipuð í ár. Nem- endafjöldinn er á milli sjö- og áttahundruð. Að kunna gott handverk. — í hverju felst sjóvinnu- kennslan, hvað er kennt? Markmiðið sem við setjum okkur er að kenna nemendum nokkur undirstöðuatriði starfa tengdum sjávarútvegi, samfara því að glæða skilning ungmenna á vel unnu handverki. Sjómennska er stunduð við óblíð kjör og þar geta kunnátta og rétt handtök skipt sköpum um líf og dauða. í verklega þættinum byrjum við á að kenna algengustu hnúta u.þ.b. tíu gerðir. Einnig kennum við fimm — átta afbrigði af tóg- splæsi. VÍKINGUR Undirstöðuatriði netahnýtingar eru kennd og þegar nemendur hafa náð þeim, kennum við þeim að bæta en það er tímafrekasta námið í verklega þættinum. Kenndar eru kantahnýtingar við netabætingu, að stokka upp fiski- línu og beitning, þar sem aðstaða er til, í samráði við útgerðarmenn. Vírasplæs og netafelling er einnig kennd. Við reynum að auka sem mest vettvangsfræðslu í tengslum við verklega þáttinn. Fáum að koma á vinnustaði og gefa nem- endum sem besta innsýn inn í hvernig hlutirnir eru nýttir í at- vinnunni. Fá 30 tonna próf. í bóklega þættinum, siglinga- fræði og siglingareglum, er miðað við að nemendur ljúki 30 tonna prófi að námi loknu með fyrirvara um aldur og siglingatíma. Til að öðlast réttindi þurfa þeir að vera orðnir 19 ára og hafa 18 mánaða siglingatíma. í þeirri kennslu eru notaðar bækur sem Fiskifélagið hefur séð um útgáfu á. Það er Byrjendabók í siglingafræði eftir Ásgeir Jakobsson og Jónas Sig- urðsson og Dæmasafn í siglinga- fræði eftir Hörð Þorsteinsson og Þorleif Valdimarsson. í námi í siglingareglum eru notaðarglærur sem útgefnar hafa verið af Fiski- félaginu. Einnig er reynt að fræða nemendur um meðferð á fiski og helstu fiskverkunaraðferðir, gefa þeim ágrip af vélfræði og nám- skeið í skyndihjálp er algjört skil- yrði. Nemendur fá sérstök skírteini að þessu námi loknu en lág- markseinkunn er sjö í báðum þáttunum. Síðasta vor stóðust 83% nemenda þetta próf og tel ég það mjög gott. Stýrimannaskólinn hefur viðurkennt þetta nám og er það metið sem jafngildi þriggja mánaða á sjó við inngöngu í þann skóla. Þetta nám hefur verið mörgum gífurlega mikilvægt. Nemendur hafa fundið sig í því og haft virkilegan áhuga en það er mjög nauðsynlegt til að unglingar fái trú á sjálfa sig. Það er ekki aðalatriðið að þeir verði allir sjó- menn heldur bara að þeir finni að þeir geti eitthvað; fái að nota hendumar. Stúlkurnar hafa sótt í þetta æ Þorleifur að kenna krökkunum úr Vinnuskóla Kópavogs fyrstu handtökin í sjómennsk- unni. Skyldi áhuginn skína jafn mikið úr augunum í allri annarri kennslu? 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.