Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 18
í norðaustan áttinni hefur þarinn hrúgast upp í fjörunni. Trillurnar hafa verið settareftir
í>ott aflasumar og híða vorsins. Húsið lengst til hægri er kaupfélagshúsið í Bakkagcrði.
Samfara þessari einangrun hef-
ur reynst erfitt að halda uppi fullri
atvinnu árið um kring fyrir alla
íbúa Bakkagerðis. Á veturna,
þegar snjórinn hefur lokað öllum
leiðum, pakka karlmenn niður
föggum sínum og fara á vertíð.
Þetta er saga sem öll sjópláss fyrir
austan, norðan og vestan kannast
við, en heyra nú sögunni til í
flestum tilfellum. En í Bakkagerði
þykir þetta ennþá vera tímanna
tákn. Mestu ræður þar um að sjó-
inn er ekki hægt að stunda þaðan
yfir vetrartímann, sem aftur ræðst
af þvi að örugg höfn er ekki á
staðnum. Fjörðurinn stendur op-
inn fyrir hafi og býður öllu At-
lantshafinu birginn ef því er að
skipta.
En strax og snjóa leysir lifnar
yfir öllu. Karlmenn koma af ver-
tíðinni og fara nú að ditta að trill-
unum sínum sem legið hafa vetr-
arlangt uppi á kambinum. Vegir
verða aftur færir og fólk kemst í
nánari snertingu við umheiminn.
Það hvarflar jafnvel að unga fólk-
inu að setjast að í Bakkagerði
þegar það sér Dyrfjöll afklæðast
18
vetrarskrúðanum og færa sig í lit-
ríkan sumarklæðnaðinn. Fólk
fyllist bjartsýni sem endist þar til
kvöld eitt seint í september, að
drunginn kemur yfir mann fyrir
framan sjónvarpið.
Þeir spá norðaustan hvassviðri
og snjókomu.
Þegar undirritaður og sérlegur
Ijósmyndari hans höfðu þegið
góðgerðir hjá sr. Sverri Haralds-
syni og Sigríði Eyjólfsdóttur konu
hans og átt með þeim ánægjulegar
stundir, kvöddu þeir kóng og prest
og settust út í bílinn.
Smalamaðurinn mikli
Það er heldur kalt í veðri og
bíllinn ekki á þeim buxunum að
hlýða ökumanni. Samt kemst
hann af stað og stynur þungan yfir
meðferðinni á sér, hikstar og
drepur á sér í fyrstu brekku. í
sama mund geysist að fjárhópur
sem rekinn er eftir götunni. Mér er
ljóst að bíllinn stendur í vegi fyrir
sláturfénu, enda kemur það fljót-
lega í ljós. Manni nokkrum, sem
sker sig úr sauðahópnum, er
greinilega ekki vel við að ókunnug
blikkbelja sé að þvælast á götu
hans. Hann steytir að okkur hnef-
ana og mergjuð ókvæðisorð yfir-
gnæfa jarmið í kindunum. Bíllinn
fer ekki í gang. Maðurinn rífur af
sér prjónahúfuna og gerir ýmist að
slá henni í áttina til okkar eða
berja henni utan í næstu kind. Ég
get ekki annað en hlegið. En við
það ærist maðurinn, treður upp í
sig húfunni og stekkur hæð sína í
loft upp með samanklemmd augu
og skakandi hnefa. Ég get ekki
betur séð en hann búi sig undir að
renna á bílinn, sem blessaðir
sauðirnir höfðu þó látið ógert og
sýnt þá kurteisi að ganga rólega
framhjá þótt verið væri að leiða þá
til slátrunar.
í þessum svifum fer vélin í gang
og ég flýti mér að bruna á braut
áður en Gvendur smalamaður
gerir alvöru úr hótunum sínum.
í bakspeglinum sé ég hvar hann
hottar á eftir okkur.
G.A.
Slæmu fulltrúamir eru valdir af
góðu borgurunum, sem kjósa ekki
★
Hæna er aðferð eggsins til að
framleiða annað egg . . .
*
Það eru ellimörk þegar það
tekur þig allt kvöldið að gera það,
sem þú varst vanur að gera allt
kvöldið . . .
*
Ég hef alltaf haldið að hunda-
vinafélagið væri félag hunda, sem
eiga aðra hunda að vini . . .
VÍKINGUR