Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 7
„Ætti að skylda alla
sem fara í háskóla að vera a.m.k.
eitt ár ævi sinnar til sjós”
Rætt við Þorleif Valdimarsson, forstöðumann Fræösludeildar
um verklega og bóklega sjóvinnukennslu
í húsi Fiskifclags íslands, á horni Skúlagötu og Ingólfs-
strætis, situr námsstjóri sjóvinnukennslu grunnskólans.
Námsstjórar í öðrum greinuni grunnskólans hafa aðstöðu í
Skólarannsóknadeild og starfa á vegum Menntamálaráðu-
neytisins. Námsstjórinn í Fiskifélagshúsinu er hins vegar á
launum hjá Sjávarútvegsráðuneytinu.
Hvers vegna? Jú, sjóvinnukennslan var tekin inn í skóla-
kerfið fyrir tilstuðlan Sjávarútvegsráðuneytisins en ekki
Menntamálaráðuneytisins eins og flestar aðrar greinar. Hvað
er þetta? Er ekki sjávarútvegur undirstöðuatvinnugrein þjóð-
arinnar? Er ekki lögð þung áhersla á þá grein í menntakerf-
inu? Fá ekki allir íslendingar að kynnast þessari lífæð þjóð-
arinnar af eigin raun? Svari því hver fyrir sig. í viðtalinu hér á
eftir fræðir Þorleifur Valdimarsson, nánisstjóri, lesendur
Víkings um þá fræðslu sem fram fer í grunnskólum landsins í
sjóvinnu og siglingafræðum.
Þorleifur er Reykvíkingur og
byrjaði á sjó 15 ára gamall á tog-
urum. Seinna fór hann í Stýri-
mannaskólann og starfaði sem
stýrimaður og skipsstjóri á bátum
til ársins 1969 þegar hann þurfti
að fara í land vegna fótbrots. 1973
byrjaði hann að kenna sjóvinnu í
Vörðuskóla sem tók við þeirri
kennslu af verknámsskólanum á
Lindargötu sama ár. Árið 1977 tók
Þorleifur við -starfi Harðar Þor-
steinssonar sem var fyrsti náms-
stjóri í sjóvinnufræðum, en hann
lést það ár.
Við byrjurn á að biðja Þorleif að
rifja upp fyrir okkur sögu sjóvinnu
og siglingafræðikennslunnar fram
á þennan dag.
Góð tilraun í
Lindargötuskólanum.
— Mér hefur verið sagt það af
mér eldri mönnum og fróðari að
sjóvinnukennsla hafi farið fram á
Vestfjörðum milli 1910 og ’20. Þar
voru kennarar með brennandi
áhuga sem tóku þetta upp að eigin
frumkvæði. Upphafsmaður sjó-
vinnukennslunnar eins og hún er í
dag var tvímælataust Hörður
Þorsteinsson. Hann lyfti Grettis-
taki í baráttunni við að konia
þessu inn í skólakerfið. Þetta var
hans hugsjón. Hörður var skips-
stjóralærður maður en fór vegna
sjúkdóms að vinna í landi. 1958
byrjaði hann að kenna sjóvinnu
og siglingafræði í Lindargötu-
skólanum sem var verkmennt-
unarskóli þá. Því miður komst
seinna slæmt orð á þann skóla
vegna þess hvernig skólakerfið
beindi öllum lágmarksnem-
endum í verknám og hann fékk
síðar það orð á sig að vera tossa-
skóli. Þær tilraunir sem áttu sér
stað í Lindargötuskólanum voru
þar með drepnar niður. Það er
fyrst núna að farið er að meta
verknámið einhvers, a.m k. í orði.
Þorleifur Valdemarsson skipuleggur sjó-
vinnukennsluna í grunnskólunum.
VÍKINGUR
7