Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 15
baða sig í lygnum sjónum. En
hvar er erfitt að vakna á íslandi í
slíku veðri?
Njarðvíkurskriður
Frá Njarðvík liggur leiðin um
Njarðvíkurskriður til Borgar-
fjarðar. Áður en bílvegur var
lagður um skriðurnar árið 1950,
var þarna talin vera ein hættuleg-
asta leið sem menn þurftu að fara
á öllu íslandi. Hlíðin er snarbrött
og ótrygg undir fæti. Þarna lá
lengi vel mjó göngugata. Algengt
var að þeir sem óvanir voru þess-
ari leið létu binda um sig reipi og
leiða sig af tveimur fylgdarmönn-
um yfir hættulegasta hlutann.
Langt fyrir neðan var ekkert ann-
að en grængolandi sjórinn, en þétt
á hina höndina risu brattar skrið-
urnar.
í gegnum aldirnar hafa margar
sögusagnir spunnist um Njarð-
víkurskriður og bera þær flestar
nokkurn keim af hjátrú, sterkri
guðstrú eða vissu fyrir því að æðri
máttarvöld væru ekki langt und-
an. Stundum blandast þetta allt
saman eins og gengur.
Þótt mörg nöfn séu tengd
skriðunum er það einkum tvennt
sem lengst mun loða við þessa
torsóttu samgönguleið. A'nnars-
vegar er það óvætturinn Naddi,
hinsvegar Naddakross.
Naddi
Sagan segir frá manni einum
sem uppi var um miðja 16. öld.
Hann hét Björn Jónsson og kall-
aður Björn skafinn. Foreldrar
hans fluttust að vestan til Aust-
fjarða. Á Reykjaheiði varð móðir
Björns léttari og fæddi hann þar.
En þar sem hvergi var vatn að fá,
var sveinninn skafinn með hnífi.
Því var hann kallaður Björn skaf-
inn. Hann ólst upp á Austfjörðum
og var afburðamaður að afli og
vexti, sem og synir hans allir.
Um það leyti sem niðjar Björns
voru uppi lagðist af alfaravegur
um Njarðvíkurskriður fyrir þá
sök, að óvættur einn í mannslíki
að ofan en dýrs að neðan lagðist
fyrir menn á veginum og veitti
mörgum bana þegar dimma tók
að nótt. Kom svo að ófært þótti
um veginn að fara. Þessi óvættur
hélt sig í gili sem liggur Njarðvík-
urmegin við skriðurnar og kallað
er Naddagil. Á dimmum vetrar-
kvöldum heyrðist eins og einhver
væri að nadda og glamra á grjót-
inu þarna í skriðunum. Fyrir þetta
kölluðu menn óvætt þennan
Nadda.
Það var eitthvert sinn síðla
hausts að Jón Bjarnason. sonur
Björns skafna, kom seint um
kvöld að Snotrunesi í Borgarfirði
og ætlaði í Njarðvík. Komið var
að dagsetri svo fólk varaði hann
við að gefa sig í þá ófæru að leggja
svo seint í skriðurnar. En Jón lét
fortölur ekki á sig fá og hélt leiðar
sinnar.
Segir ekki af ferðum Jóns fyrr
en hann kemur í gilið þar sem
Naddi hélt sig. Þar réðst óvættur-
inn á hann og urðu með þeim
harðar og illvígar sviptingar. Eftir
langan barning varð Naddi að
hörfa undan Jóni og segir sagan
að þar hafi mestu munað um
járnstöng eina mikla sem hinn
síðarnefndi hafði meðferðis. Þeg-
ar þeir voru komnir á háan mel-
jaðar austan til í skriðunum varð
leikurinn svo harður að Jón sá
tvísýnu á lífi sínu. Gerði hann þá
það heit að ef hann sigraði þennan
fjanda, skyldi hann reisa minnis-
merki um guðs vernd á sér. Þá brá
svo við að björtum ljósgeisla sló
sem eldingu niður á milli þeirra.
Við það ómætti Nadda, hrökk
15
„Gotneska kirkjan“ í Njarðvfk sem segir frá i greininni.
VÍKINGUR