Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Síða 21
Enginn bátur liggur vid
teikningu af hafnargarði,
— rætt við Sigurstein Jóhannsson verkstjóra í frystihúsinu í Bakkagerði
Á planinu utan við frystihúsið í
Bakkagerði hitti ég Sigurstein Jó-
hannsson verkstjóra. Þegar hann
hafði fallist á að segja við mig
nokkur orð stakk hann upp á því
að við færum inn á kontorinn.
Ég hafði frétt af góðum afla-
brögðum hjá trillubátum í Bakka-
gerði og bjóst því við að fyrirhitta
hvítklæddar konur rýnandi ofan í
hringorma þegar ég kæmi inn í
vinnslusalinn.
En mér brá óneitanlega þegar
inn var komið. í stað þess að sjá
frystihúsdömu við hringorma-
plokk og aðra þjóðlega iðju, stóð
I
ég frammi fyrir fílefldum karl-
manni, alblóðugum sem risti kvið-
inn á kindaskrokk með stórri
sveðju ... eða var þetta ljár? Iðrin
lágu úti.
Mér var fljótlega ljóst að ég var
staddur í sláturhúsi. í Bakkagerði
var sláturtíð sem sagt hafin.
Við Sigursteinn komum okkur
fyrir á kontomum, sem er lítil af-
þiljuð kompa með stórum glervegg
sem veit út í vinnslusalinn. Við
höfum því gott útsýni yfir kinda-
skrokkana sem hanga á afturfót-
unum frammi í salnum með blóð-
ugan strjúpan niður.
— Jæja, sagði ég og gat varla
haft augun af manninum með
sveðjuna, svo þetta er líka slátur-
hús. Ert þú verkstjóri hér meðan á
sláturtíð stendur?
— Nei, nei, svaraði Sigursteinn
og hagræddi sér í stólnum, ég sé
bara um fiskinn.
Ég spyr hann síðan um hve
margir bátar séu gerðir út frá
Bakkagerði yfir sumarið og segir
hann mér að síðastliðið sumar
hafi 14 trillur lagt upp afla sinn
hjá frystihúsinu.
— Héðan er auk þess gerður út
einn 8 tonna bátur og tveir bátar
sem eru á milli 11 og 12 tonn.
Hreppurinn á 10% í skuttogar-
anum Snæfugli sem gerður er út
frá Reyðarfirði. Þaðan fáum við
hluta af því hráefni sem frysti-
húsið hefur unnið undanfarna
mánuði. Fiskinum er ekið hingað
frá Reyðarfirði. Hólmanesið frá
Eskifirði hefur landað hér þrisvar
eða fjórum sinnum og lagðist þá
Sigursteinn Jóhannsson verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi KHS f Bakkagerði.
20
VÍKINGUR
Aö austan
upp að bryggju, en slíkt er ekki
hægt nema í logni og ládeyðu.
Hér eru hafnarskilyrði ákaflega
slæm svo ekki sé dýpra í árinni
tekið. Fyrir um það bil 6 árum var
gert bátalægi hér úti hjá Höfn,
sem er við sunnanverðan fjörðinn,
og þar er nú hægt að hafa stærri
Gamla góða merkið
flpTRETORN
Merki stígvélanna sem sjó-
menn þekkja vegna gæð-
anna.
Fáanleg:
Með eða án trésóla.
Með eða án karfahlífar
Stígvélin sem sérstaklega
eru framleidd með þarfir
sjómanna fyrir augum.
EINKAUMBOÐ
JÓN BERGSSON
H/F
LANGHOLTSVEGI 82
REYKJAVÍK
SÍMI36579
bátana í flestum veðrum. Áður
þurftu menn alltaf að flýja með
bátana til Seyðisfjarðar ef eitt-
hvað var að veðri. Annars er ekki
lengra síðan en í fyrrahaust að hér
gerði óveður mikið og slitnuðu þá
báðir stærri bátarnir upp og ráku á
land. Annar þeirra eyðilagðist al-
veg, en hinn var hægt að gera
við.
— Er hægt að gera héðan út
báta allan ársins hring?
— Nei því fer fjarri. Trillurnar
eru yfirleitt gerðar út frá því í maí
og fram undir mánaðamótin
september og október, en stærri
bátarnir halda oftast út fram í
nóvember. Annars fer þetta allt
eftir tíðarfari hverju sinni. En á
haustin er öllum bátum lagt og
þeir eru ekki hreyfðir fyrr en í
apríl eða maí. Þannig að varla er
hægt að tala um að héðan sé hægt
að gera út báta nema rúmlega
hálft árið.
Hinsvegar er ljóst að ef hafnar-
skilyrði yrðu tryggari gæti orðið
þarna breyting á. Við fáum aldrei
örugga höfn fyrr en reistur verður
góður garður. Það eru til nægar
teikningar af þessum garði, ekki
vantar það. Hann lítur nógu vel út
á blaði. En það liggur enginn bát-
ur við blað, að minnsta kosti ekki
þegar hér geisar norðaustanátt.
Atvinnulíf er því ákaflega bág-
borið hér yfir vetrarmánuðina þar
sem við byggjum afkomu okkar
mikið til á sjónum. Karlmennirnir
fara gjarna á vertið, einkum til
Hornafjarðar. Áður fyrr fóru
menn til Vestmannaeyja og suður
með sjó.
En þótt mikið sé komið undir
því að hér verði byggð góð höfn,
er ekki síður ástæða að leggja
áherslu á vegakerfið. Það er ljóst
að í náinni framtíð þurfum við að
byggja upp hráefnisöflun fyrir
frystihúsið á fiski sem berst á land
á Reyðarfirði. Honum er ekið
hingað. Auðvitað má deila um
notagildi þessara hluta ef hugsað
er um framtíðina, en ég lít svo á að
úr því sem komið er beri að leggja
áherslu á vegakerfið. Það er meiri
möguleiki á að við fáum það fyrr í
gott horf, heldur en trausta höfn.
Einstakt
aflasumar
Það kemur fram í spjalli okkar
Sigursteins að við frystihúsið
starfa á milli 25 og 30 manns þeg-
ar það er rekið með fullum af-
köstum. Frystihúsið var reist í
kringum 1946 og var upphaflega
ætlað sem sláturhús, en því hlut-
verki gegnir það alltaf vissan tíma
á hverju ári.
— Við höfum yfirleitt haft
undan að verka þann afla sem
hingað hefur borist á land, segir
Sigursteinn. Þó kom það fyrir í
surnar að við lentum í vandræð-
um, enda var þetta með afbrigð-
um gott aflasumar hjá trillunum
hérna. Menn muna ekki eftir öðr-
um eins afla. Suma daga bárust á
land milli 25 og 30 tonn af trill-
unum . . . allt upp í rúm tvö tonn
eftir manninn. Hér er einn trillu-
karlinn búinn að fá um 40 tonn á
færin í 44 sjóferðum. Það gerist
sko ekki betra.
— Hvað tekur svo við hjá
frystihúsinu eftir að sláturtíð lýk-
ur? spyr undirritaður og sér um
leið hvar maðurinn með Ijáinn
vippar einni vömb upp á borðið.
— Við setjum húsið aftur í
gang og byrjum að flaka ef við
fáum hráefni. Annars söltum við
líka og hengjum upp. Ef tíðin
verður góð og vegir spillast ekki,
verður reynt að fá fisk frá Reyð-
arfirði. Þetta veltur allt á vega-
sambandinu . . . og tíðarfarinu.
Maður verður bara að lifa í von-
inni. Við verðum að geta sýnt fólki
að hér sé hægt að hafa fulla at-
vinnu allt árið um kring. Takist
það, veit ég að yngra fólk sest hér
að í ríkari mæli en það gerir nú,
sagði Sigursteinn að lokum.
G.A.
VÍKINGUR
21