Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 29
viðtal við allt annan mann en hinn
kunna bátasmið sem um langan
aldur hefur sett svip sinn á bæjar-
lífið á Seyðisfirði. En ég sagði
manninum sem ekki vildi heita
Emst þegar blaðamaður nálgaðist
hann, að nú þýddi lítið fyrir hann
að skorast undan því að leysa frá
skjóðunni, úr því hann hefði fallist
á það í símanum skömniu áður,
þótt með semingi hafi verið.
— Ég hef ekkert að segja, taut-
aði Ernst þegar við gengum áleiðis
heim til hans og honum var ljóst
að ekki dugði að koma viðtali yfir
á annan mann. Hvað ætli ég hafi
svo sem að segja þér, það hefur
ekkert gerst í mínu lífi sem vert er
að tala urn.
— Þú þarft ekki að segja mikið.
Mig langar bara að forvitnast
svolítið um skipasmíðar hér á
Seyðisfirði á undanförnum árum.
— Jamm . . . en það er nú ekki
mikið að segja um það.
Norðmaður í föðurætt
Við erum komnir inn í húsið
sem stendur við Hafnargötu 18 og
ber einkennisstafinn C. Við tyll-
um okkur fram í eldhús.
— Þú'ætlar þó ekki að fara að
taka þetta upp á segulbald dreng-
ur, sagði Ernst þegar hann sá mig
setja segulbandstækið á borðið.
Ég bað hann í öllum bænum að
hræðast ekki segulbandið, það
gerði engum rnein og væri aðeins
til að auðvelda mér vinnuna.
— Mmmm . . . það getur svo
sem verið. En ég hef litla trú á
segulböndum.
29
Á götunni framan við húsið þar
sem Emst Pettersen býr standa
tveir rosknir menn og tala saman.
Ég vind mér að öðrum þeirra og
segi:
— Þú munt vera Emst Petter-
sen er það ekki?
— Ég, nei, nei, það er þessi
héma, svarar maðurinn um hæl og
bendir á félaga sinn. Ég er ekki
Emst, hvað ætli ég heiti Emst
Pettersen.
Hefði ég ekki þekkt manninn í
sjón sæti ég nú sennilega uppi með
„Hvað ætli ég hafi svo sem að segja.“
VÍKINGUR
Ég hef ekkert að
segja þér góði minn
Viðtal við Ernst Pettersen skipasmið á Seyðisfirði
Aö austan