Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 30
Björgvin ÍS 468, einn af súðbyrðingunum sem Emst Pettersen smíðaði. Þrátt fyrir öll mótmæli setti ég tækið í gang og byrjaði á því að spyrja Ernst hvort hann væri fæddur hér á Seyðisfirði. Hann svaraði mér ekki strax, heldur gaf sér góðan tíma til að kveikja í pípunni. Og hvað kom þessi spurning svo sem bátasmíð- um við? Var ég ekki kominn til að forvitnast um bátasmíðar eða hvað? — Jú, jú, svaraði hann loks. Ég er fæddur hér á Seyðisfirði árið 1910 í húsinu sem stendur fyrir utan gamla bakaríið. Pabbi var norskur og kom hingað upphaf- lega til að reisa hús. Hann var smiður og starfaði hjá trésmíða- verksmiðju í Lilleström nálægt Osló. Þeir sendu hús um allt, mikið til Þýskalands. Pabbi kom hér á gufuskipi vorið 1905, en húsaefnið var sett um borð í segl- skútu sem átti að flytja það hing- að. En skútan var allt sumarið á leiðinni til landsins og kom ekki með viðinn fyrr en um haustið, þannig að pabbi lenti hér í síldar- vinnu hjá Wathne um sumarið. En húsið reisti hann. Það stendur hérna fyrir innan og heitir Fram- hús. Pabbi fór aldrei til baka heldur settist hér að. Það var svo mikið af norsku fólki hérna, margar fjöl- skyldur . . . og hér komu norsk skip oft að landi. — Lærðir þú þá trésmíðar hjá föður þínum? — Nei, ekki gerði ég það. En ég átti töluvert við trésmíðar alveg frá því ég var strákur. Maður var alltaf í kringum þetta. Pabbi stundaði ekki mikið trésmíðar eftir að ég óx úr grasi. Lengst af var hann verkstjóri við fiskverkun hjá Mjemgárd gamla og síðan hjá Ragnari Imsland, sem varnorskur í aðra ætt. Hann hafði fiskverkun hérna útfrá þar sem nú er nóta- verkstæðið. Þegar ég var að alast upp starf- aði fólk aðallega við saltfiskverk- un, en þó var alltaf eitthvað um að hingað kæmi síld á sumrin. En það var ekkert í líkingu við það sem síðar varð. Wathnesbræður ráku fiskverkun og svo var það Stefán Jónsson og Imsland og margir fleiri. Það voru geysilega mikil umsvif í kringum saltfiskinn á þessum árum. Imsland reisti verslun nálægt 1920 og stendur húsið enn. Þetta er eitthvert vinsælasta hús hér á Seyðisfirði . . . þar er mikill gesta- gangur, enda hýsir það nú Áfeng- isverslunina. Það held ég nú. Pabbi byggði þetta hús ásamt fleiri smiðum. En svo fór Imsland á hausinn eins og svo margir aðrir þegar Islandsbanki fór um koll. Ég spyr Ernst hvernig skóla- göngu hafi verið háttað þegar hann var að alast upp. Hann lítur á mig með pípuna uppi í sér og hlær við. VÍKINGUR Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið. gúmmibAtaþjónustan Eyjagötu 9 Örfirisey Sími 14010 30

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.