Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 32
ekki alveg vitlaus fiskur. Það er eins og hún hafi fundið inn á þetta og munað frá ári til árs. Á þessum tíma lágu niðri ný- smíðar á bátum hjá okkur þar til síldin hvarf. 1968 byrjuðum við aftur að smíða báta sem voru um 12 tonn að stærð. Þetta voru fyrstu stokkbyggðu bátarnir sem við smíðuðum og gátum við sent frá okkur tvo báta á ári allt fram til 1974. Síðan höfum við í Skipa- smíðastöð Austfjarða ekki smíðað bát, en snerum okkur að húsa- smíði. Við höfum líka mikið að gera fyrir Fiskvinnsluna og síld- arverksmiðjurnar báðar. Fyrsta einingarhúsið Talið berst nú frá skipa- og bryggjusmíði að íbúðarbygging- um. Ég spyr Ernst hvort Skipa- smíðastöð Áusturlands hafi nú al- farið snúið sér að húsasmíðum. Hann segirað um 1975 hafi plast- ið og stálið haldið innreið sína í skipasmíðarnar, þannig að þeir hafi þá farið að huga að húsa- smíðum. — Veturinn 1967 til 1968 smíðaði ég svona að gamni mínu þetta hús sem við erum í núna. Það var lítið að gera hjá okkur og mér fannst tilvalið að nota tímann til að klambra saman húsi. Ég dundaði við þetta úti í slipp, bara svona út í loftið. Þá hafði ég aldrei heyrt talað um að hús hafi verið byggt í einingum, ég held að þetta hafi ekki þekkst þá. Grunnurinn var tilbúinn og við fluttum svo hlutana hingað inn- eftir einn morguninn. Þá fer Theodór Blöndal bankastjóri hér úteftir og sér að við erum að brasa með eitthvert spýtnarusl. Hann hugsar ekki meira um það. Svo kemur hann aftur inneftir um middaginn og þá erum við búnir að reisa og setja sperrurnar á. Hann sagði mér það seinna að hann hefði staðið lengi á götunni og velt því fyrir sér hvort hann væri orðinn eitthvað einkennileg- ur. Hann þóttist vera sannfærður um, að morguninn hefði hann ekki séð þarna neitt hús, bara spýtur á stangli. En nú var allt í einu risið þarna hús! Eftir þetta hafa öll okkar hús verið smíðuð í einingum líkt og nú er farið að tíðkast um allt land. Við smíðum þau inni á veturna og setjum þau upp á vorin. Ég man eftir því að þegar við reistum fyrsta einingarhúsið eftir að ég hafði lokið við mitt, þá komu margir til að fylgjast með því sem við vorum að gera. Og eftir þetta ruku allir til og fóru að smíða einingarhús, bæði uppi á Héraði og víða. Það held ég nú. Allt í stáli — Hvað segðir þú Ernst ef ég bæði þig í dag að smíða fyrir mig bát? — Ég segði nei. Ég mundi ekki leggja í það, aðallega vegna þess að það vantar alltaf menn til að vinna verkin. Það er svo mikið af allskonar vinnu sem hér er hægt að fá. Þeir eru bara 4 í slippnum núna en gætu verið helmingi fleiri. — Þannig að það er ekki at- vinnuleysinu fyrir að fara? — Nei, aldeilis ekki . . . það er nú eitthvað annað. Sjálfur er ég alveg hættur að smíða, blessaður vertu. Ég sé ennþá um bókhaldið fyrir strákana og læt mér það nægja. — Heldurðu að Skipasmíða- stöð Austurlands eigi eftir að smíða báta í náinni framtíð? —r- Nei, ég hef enga trú á því. Trébátar virðast ekki lengur vera í móð. Nú er allt í stáli . .. eða plasti. Eftir að hafa fengið leyfi til að taka myndir af Ernst, kvaddi ég þessa öldnu kempu. Ég hafði það á tilfinningunni að sá maður sem fylgdi mér til dyra ætti margt ósagt sem fróðlegt væri að heyra. G.A. Emst Pettersen: „Nú ruggar maður sér bara í róleghcitunum.“ 32 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.