Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 33
Ein elsta
vélsmidja landsins
— litið inn til Stefáns Jóhannssonar forstjóra
t
Vélsmiðja Seyðisfjarðar er elsta
starfandi fyrirtækið á Seyðisfirði í
dag. Hún var stofnuð árið 1907 og
hefur starfað óslitið síðan.
Ég vind mér inn á skrifstofuna
til Stefáns Jóhannssonar forstjóra
Vélsmiðjunnar og bið hann að
segja mér ofurlítið frá starfsemi
þessa rótgróna fyrirtækis.
— Eins og nafnið bendir til var
þetta upphaflega stofnað sem vél-
smiðja, segir Stefán. Það gerði
Stefán Jóhannsson framkvæmdastjóri
Vélsmiðju Seyðisfjarðar: „Maður hefur
það alltaf á tilfinningunni að verið sé að
smíða síðasta bátinn.“
VÍKINGUR
faðir minn Jóhann Hallsson. Hún
var sett á laggirnar á þeim tíma
sem vélar byrjuðu að koma í bát-
ana og ætlað að annast viðgerðir
og niðursetningu á vélum. Þetta er
ein elsta vélsmiðja á landinu. Vél-
smiðjan á Þingeyri hefur göngu
sína um svipað leyti.
í fyrstu smíðuðum við spil og
ýmislegt annað auk þess að annast
viðgerðir á bátum. Samhliða því
rákum við hér slipp á árunum
1940 til 1970, en erum hættir því
núna.
— Hvernig stóð á því að þið
byrjuðuð að smíða báta?
— Þegar síldin hvarf á sínum
tíma urðum við að mæta yfirvof-
andi atvinnuleysi og samdrætti á
einhvem hátt. Við vorum búnir að
ráða mannskap til að annast við-
gerðir fyrir síldveiðiflotann, en
svo var hann allan þennan tíma
norður í höfum og kom aldrei að
landi. Þetta var árið 1967. Við
vorum búnir að smíða allt í báta
nema aftur- og framenda þannig
að okkur datt í hug að láta nú
verða af því að smíða stefnin. Hér
var búið að lengja báta, setja niður
vélar, smíða yfirbyggingar og
breyta bátum á ýmsan hátt og eins
og ég segi: við áttum ekkert eftir
að smíða nema stefnin.
Fyrsti báturinn sem við smið-
uðum var Valur sem fór til Norð-
fjarðar. Hann heitir núna Arnþór
ÉA. Hann er um 50 tonn að stærð.
Alls erum við búnir að smíða 16
báta og erum að byrja á þeim 17.
Það er 150 tonna bátur sem fer til
Vopnafjarðar og er jafnframt
stærsti báturinn sem við höfum
glímt við. Öllu stærri báta getum
við ekki smíðað við þær aðstæður
sem hér eru í dag.
Við ætlum að það taki rúmt ár
að smíða þennan bát sem við
erum með í takinu.
Nýsmíðar og
viðgerðaþjónusta
— Eru einhverjar horfur á því
að þið getið smíðað stærri báta í
framtíðinni?
— Það fer allt eftir því hver
markaðurinn verður. Ef einhver
markaður verður fyrir stærri báta
verðum við auðvitað tilneyddir til
að stækka okkar aðstöðu, það
segir sig sjálft.
Núna vinna á milli 20 og 25
manns við fyrirtækið. Hér hafa
starfað um 30 manns þegar flest
hefur verið. Síðasta bátinn sem
við smíðuðum afhentum við í
apríl og höfum verið verkefna-
lausir fram að þessu. Það er mjög
bagalegt. Þegar við afhentum tvo
síðustu bátana urðum við verk-
efnalausir um nokkurn tíma.
Maður hefur það alltaf á tilfinn-
ingunni að verið sé að smíða síð-
asta bátinn. Það þýðir auðvitað að
ekki er hægt að búa í haginn á
neinn hátt. Þessu fylgir mikið
óöryggi.
Mér sýnist ástandið framundan
nokkuð svipað því sem verið hefur
á undanförnum tveimur til þrem-
ur árum. Þannig hefur það verið
33
Ad austan