Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 35
r r „Ég ræ aldrei undir bjarg” — segir Gústi á Audbjörgu * * r Hvar er helst að leita að trillu- karli ef hann er í landi? Situr hann heima hjá sér í makindum, sötrar kaffi og gónir út um eldhúsgluggann, ræðir um fallþunga dilka við konu sína eða diskúterar blómarækt? Nei, ónei. Er þá kannski reynandi að fara í kaupfélagið, á sýsluskrifstofuna eða í bánkan og vita hvort hann sé þar? Varla. Ekki nema hann sé í lífsháska. En hvað þá með menn- ingarstofnanir á borð við kirkju, skóla, áfengisverslun, frystihús? Nix. Ekki lýst mér á það. Eftir að hafa velt því fyrir mér um stund hvar ég ætti að leita að Gústa á Auðbjörginni, komst ég að þeirri niðurstöðu að best væri að fara um borð í bátinn. Úr því Auðbjörgin lá við bryggju þótti mér líklegast að Gústi væri um borð. Og hvað þá ekki var! Það fyrsta sem ég sé þegar ég kem niður á bryggjuna er sjálfur Ágúst Sigurjónsson skipstjóri á Auðbjörgu og útgerðarmaður í ofanálag; orðlögð aflakló og um- talaður sjósóknari. Það fær hann enginn ef Gústi fær hann ekki, segja menn á Seyðisfirði. Hann stendur aftan við lúkars- kappann og lítur yfir bátinn eins og hann sé að ganga úr skugga um að allt sé í lagi, að hver hlutur sé á sínum stað. Hér er ekki óreiðunni fyrir að fara. Þótt báturinn sé orðinn 18 ára gamall lítur hann út sem nýr. Eftir að við Gústi höfum heils- ast og ég beðið hann að ljúga ein- hverju að mér, förum við niður í lúkar og látum fara vel um okkur. Ég tek upp blað og blýant, en Gústi fer inná sig og dregur Cam- elpakka fram undan blárri peys- unni. Réri öil síldarárin í 25 ár hefur Gústi stundað sjó- inn frá Seyðisfirði og alltaf á smábátum. Þetta er þriðja Auð- björgin sem hann á núna, smíðuð á Fáskrúðsfirði árið 1963. Fyrsti báturinn var tveggja tonna trilla, næst kom fimm tonna bátur og síðast þessi sem við sitjum nú í. Gústi er einn þeirra fáu sjómanna frá Seyðisfirði sem lagt hafa stund á smábátaútgerð. Náttúruundur eins og síldarævintýrið breytti þar engu. Öll síldarárin réri Gústi á sínum bát og var Auðbjörgin eini báturinn frá Seyðisfirði sem gerð- ur var út á „fisk“ á þeim tíma. Síldarfólkið og flotinn sá til þess að lítill vandi var að losna við afl- ann. Talið berst fljótlega að fiskirí- inu síðastliðið sumar. — Við byrjuðum með færin og fórum norður að Langanesi eins og við erum vanir að gera á vorin. Þá löndum við aflanum oft á Bakkafirði. En svo fór að verða 35 Gústi á Auðbjörgu, öðru nafni Ágúst Sigurjónsson. VÍKINGUR Ad austan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.