Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 40
í togveiðiskip og þeir gerðir út á troll. Aflanum lönduðu þeir síðan hjá Norðursíld á Seyðisfirði. Hringomturinn fer vaxandi í fiskinum Nú herst talið að smábátaút- gerð á Seyðisfirði og ég spyr Hreiðar hversvegna allir smábátar á staðnum leggi upp afla sinn hjá Norðursíld, því nú sé starfandi þar annað frystihús sem heiti Fisk- vinnslan. — Ég held að það sé fyrst og fremst út af því að Fiskvinnslan hafi ekki áhuga á því að fá fisk frá trillunum. Það eru ýmsir snún- ingar í sambandi við þessa smá- báta . . . útheimtir oft kvöldvinnu og ýmislegt annað sem ekki er þörf á þar sem hráefnið kemur eingöngu frá togurum. Það má sjálfsagt deila um þetta eins og margt annað, það hefur hver sína skoðun. Trilluútgerð er auðvitað mjög árstíðabundin og að mörgu leyti ótryggt að byggja afkomu sína á smábátum. Það vita allir er til þekkja. Og þar á ég bæði við trillusjómennina sjálfa og fisk- vinnsluna í landi. Smábátaútgerð hefur bæði kosti og galla. Fiskur- inn er auðvitað spriklandi nýr þegar hann kemur að landi. En aftur á móti er mun meira af hringormum í þessum fiski en t.d. togarafiski, og það eitt veldur okkur töluverðum erfiðleikum. Ormurinn fer vaxandi frá ári til árs og oft á tíðum er fiskurinn óhæfur til frystingar vegna hring- ormsins. Það getur verið mjög erfitt að salta þennan fisk því at- hugasemdir eru líka gerðar við hringorma í saltfiski. Þetta er mikið vandamál. — Ert þú stuðningsmaður smábátaútgerðar? spyr ég, og hef þá sérstaklega í huga þá staðreynd að allar trillur sem gerðar eru út frá Seyðisfirði landa hjá Norður- síld, auk þess sem komið hefur fyrir löndunarkrana svo trillu- karlar eigi auðveldara með að landa afla sínum. — Nei, ég get ekki sagt að ég sé neinn sérstakur stuðningsmaður trilluútgerðar. Þessi útgerð hefur ýmsa ókosti í för með sér, en hún hefurlíka marga kosti. Menn hafa gaman af því að róa á trillum, finnst þetta frjálsara en mörg önnur atvinna. Af síldarspekúlöntum Eins og fram hefur komið var Hreiðar að funda með síldarsalt- endum á Autsfjörðum áður en undirritaður hitti hann að máli. Þessvegna var hann spurður að því, hvort í dag væru uppi síldar- spekúlantará íslandi. — Það efast ég um, svaraði Hreiðar. Það hefur orðið ansi mikið mannfall í þeirri stétt. Á síðasta ári hafa t.d. horfið frá okkur tveir svipmiklir menn sem mikið hafa komið við síldarsögu okkar á undanförnum áratugum. Þar á ég við þá Jón Árnason og Guðmund Björnsson, eða Lilla eins og við kölluðum hann. En ég held að spekúlanta sé ekki lengur að finna meðal síldarsaltenda. Eftir að menn hættu sjálfir að selja sína síld, spekúlera í mörkuðum VÍKINGUR SMUROLÍUR OG SMURFEITI ■■ OLÍUVERZLUIM ÍSLANDS Hfi m HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK l1 J 1 r~ J SÍMI 24220 40

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.