Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 43
Við spyrjum Guðmund hvað
hafi ráðið þeirri ákvörðun Skip-
stjórafélags Norðlendinga að
segja ekki upp samningum.
— Það kom fram ósk á for-
mannafundi F.F.S.Í., að félögin
segðu upp samningum en sá
fundur var haldinn frekar seint og
stuttur tími til stefnu. Við könn-
uðum vilja félagsmanna okkar á
félagsfundum og eftir þeirra við-
brögðum ákváðu stjórn og trún-
aðarmannaráð að ekki væri
grundvöllur fyrir því að samning-
um yrði sagt upp. Okkur finnst
enginn tilgangur í því að segja
samningum upp skilyrt eins og
sum félög gerðu. Ef samningum er
sagt upp verða félagsmenn að
standa fast að baki þeirri ákvörð-
un og vera tilbúnir að fórna því
sem til þarf svo að samningar ná-
ist. Það segja sumir að þeir vilji
segja upp en ekki fara í verkfall.
Slík vinnubrögð ganga ekki. Það
er ekki þar með sagt að menn séu
ánægðir með sín kjör okkur fannst
bara ráðlegt að bíða að þessu sinni
og sjá til næstu sex mánuði.
Að lokum vildi Guðmundur
Gerðu það núna .. Á morgun er
það kannske ólöglegt. ..
*
Áður þurfti fólk framleiðslu til
að komast af — Nú þarf fram-
leiðslan fólk til að komast af .. .
*
Og orð Theodore Roosevelt eru
þess verð að hafa eftir: Gerðu
það, sem þú getur, með því sem þú
hefur, þar sem þú ert. . .
hvetja menn til að vera betur
vakandi um sín kjör og taka meiri
þátt í störfum sinna félaga.
Hæfileiki er listin að fá heiður-
inn af afrekum annarra .. .
*
(Um leiðindaskjóðu) Hann var
snillingur í að láta ekkert gerast —
hægt. . .
*
Ef auglýsendur eyddu sömu
upphæð í að endurbæta fram-
leiðslu sína og þeir eyða í auglýs-
ingar — þyrftu þeir ekki að aug-
lýsa . ..
E.Þ.
HJ Euroclean háþrýstiþvottatæki
FYRIRLIGGJANDI:
H 3713 HERCULES 175 bar
H 3513 STERKI KARL 130 bar
VOTSANDBLÁSTURSTÆKI
SANDJEKTORAR
HANDBRÚSAR til úóunar
á hverskonar efnum.
KERFISBREYTING fyrir
bættu umhverfi
Handúöarar
5-15 1.
MEKOR hf.
UMBOÐS-OG HEILDVERSLUN
AUÐBREKKU 59
SÍMI 45666
PÓSTHOLF 55
200 KÖPAVOGI
VÍKINGUR
43