Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 44
Hrafn Gunnlaugsson: Sannleikanum vitni Það eru mörg ár síðan það kom fyrst upp í huga minn að skrifa upp þá frásögn sem hér fylgir á eftir, því þó margt hafi komið fyrir um ævina, bæði á landferðum, en þó einkanlega á sjóferðum mín- um, sem mér finnst þess vert, að sé í letur fært, þá kemst enginn annar atburður lífs míns í hálfkvisti við þennan, þannig að þótt ég fengi ekki öðru á prent komið, þættist ég samt hafa látið eftirlifendum verðugt umþenkingarefni í té. En jafnframt sem þessi þánki kom í hug minn, fann ég til þess, að ég var illa fær til verksins, svo nokkur mynd væri á þvi, enda hef ég aldrei verið talinn neinn sér- Til skýringar frásögninni Sumarið 1976 dvaldi ég á Djúpuvík á Ströndum ásamt kvik- myndagengi á vegum Sjónvarpsins. Þetta sumar var mikið sólskin og hlýindi. Erindi mitt var að taka upp kvikmynd sem fékk nafnið Blóðrautt sólarlag. Til að gera umhverfi myndarinnar sem trúlegast var leitað jafnt í krókum og kim- um sem homum og skúmaskotum að hlutum með náttúru staðarins í sér fólgna. í einni slíkri rannsóknarferð komum við í læknisstofu eina með handskrúfuðum skoðunarbekk, sögum og töngum, en inn í þetta herbergi hafði einnig verið stafiað nokkrum pappakössum. Varð mér á að spyma fæti óvart í einn kassann og hraut þá bréfsefni eitt samanbrotið fram á gólfið, nokkuð farið að gulna, og var letrað á það þvers: SANNLEIKANUM VITNI. Þótt ég sverji af mér alla áráttu til hnýsni í bréf annarra og ókunnugra, taldi ég þó rétt með tilliti til þess sem ietrað var þvers á bréfið, að athuga hvort hægt væri að koma því til þess sem það átti, og skipti þá engum togum að ég var tilneyddur að lesa nokkuð af textan- um. Fékk ég ekkert ráðið af upphafi hans og enn síður miðbiki eða endalokum og hef í rauninni ekki fengið neitt samhengi í tilveru bréfsins til þessa, þótt spurnir hafi gengið víða út. Ég tel þvi rétt að birta textann opinberlega ef einhver gæti sagt á honum frekari deili og sett hann í það samhengi sem hann á heima í, enda talar höfundur sjálfur um þann tiigang að birta frásögnina á prenti. Fylgir svo frásögnin hér á eftir og er hún í einu og öllu eftir handritinu en ég hef nú aflicnt það Þjóð- skjalasafninu. Hrafn Gunnlaugsson stakur sagnameistari. Mér hefur heldur aldrei verið kennt neitt af því, sem til þess útheimtist, ekki svo mikið sem að skrifa, og það lítið, sem ég kann að skrifa, hef ég lært tilsagnarlaust, og er nú farinn að stirðna, sem von er til, þar sem ég er orðinn hálfáttræður að aldri. Ég vildi þess vegna reka þennan þanka algerlega úr huga mínum, en mér var það ekki hægt. Það var eins og sagt væri við mig: „Þú ert skyldugur til þess.“ Ég fór að ráðgast um þetta við vini mína og kunningja, sem allir hafa eggjað mig á það í þeirri von, að ég kæmi þessari frásögn á prent, svo fleiri fengju að sjá hana. En enginn hefur þó eggjað mig eins á það og Sigurlaugur Sívertsen. Hann sagði að þetta væri skylda mín við mannfólkið, og hef ég þessa skoð- un líka. Yil ég þakka honum alla veitta aðstoð og uppörvun. — Og svo byrja ég þá verkið og vona að góð samviska hjálpi mér til þess að leggja mér sem réttust orð í munn. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.