Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 52
hjá Sameinuðu þjóðunum. Ég
býst við að í menntun fiskimanna
stöndum við framar öðrum þjóð-
um, en ég vara samt við allri
sjálfumgleði í þessum efnum, það
er alltaf hættulegt.
Ógjömingur að taka
skólann utanskóla
Nemendur héðan af 4. stigi
standa t.d. jafnfætis stúdentum í
stærðfræði og -tungumálum en ég
vil undirstrika það að við erum
ekki að mennta fólk hér til að
stunda nám í háskóla, það sjá
menntaskólarnir um. Þetta er sér-
skóli og við erum fyrst og fremst
að mennta menn fyrir skipaflot-
ann. Mér finnst oft koma fram sú
skoðun að menn eigi að geta farið
héðan í alla mögulega skóla. Það
verður alltaf erfiðara og erfiðara
að taka þennan skóla utanskóla
eins og margir halda að sé hægt.
Það kemur varla til greina. Auk
hins venjulega náms í almennum
greinum og siglingafræðigreinum
erum við með námskeið í heilsu-
fræði og á slysavarðstofu, tal-
stöðvanámskeið, samlíkisnám-
skeið sem er talva með ratsjárút-
setningum, veiðarfæranámskeið,
brunavarnanámskeið og stjóm-
unarnámskeið. Öll þessi námskeið
bætast ofan á langan vinnudag í
skólanum. Ég hef spurt menn sem
vilja taka Stýrimannaskólann með
öðrum skóla af hverju þeir snúi
þessu ekki við og taki annan skóla
með Stýrimannaskólanum. Ég vil
hafa hann númer eitt.
24 mánaða siglingatími
frumskilyrði
Það er einnig mjög mikilvægt
að allir sem koma hingað inn, hafi
að baki þann 24 mánaða siglinga-
tíma sem krafist er. Siglingatím-
inn er nefnilega heilmikill náms-
tími. Það má líkja því við að
maður með grunnskólapróf komi
til háskólarektors og biðji um
inngöngu þegar menn eru að
koma til mín með nánast engan
siglingatíma og vilja setjast hér á
skólabekk. Ég hef orðið var við
mikið vanmat á þessu bæði á æðri
og lægri stöðum. Hafsvæðið við
íslandsstrendur er erfiðasta haf-
svæðið í Norður-Evrópu. Það er
allt annað sjólag hér heldur en
víða annars staðar og veðráttan
miklu erfiðari. Það er alveg út í
hött að útskrifa menn sem ekki
hafa reynt að vera á sjó og fundið
hvort þeir vilja verða sjómenn. Ef
við færurn að stytta siglingatím-
ann gæti það orðið til þess að
menn fengju skipstjórnarréttindi
fyrr en þeir fengju aldur til að taka
bílpróf. Á Islandi er nefnilega litið
allt öðrum augum á það að setjast
próflaus í bílstjórasæti en að taka
próflaus við stjóm fiskiskips. Það
er m.a. orsök fyrir því að nem-
endafjöldinn stendur hér í stað.
Það er allt fullt af undanþágum,
það þykir sjálfsagt. Reyndu að
fara og biðja um leyfi til að keyra
bíl á undanþágu. Þú yrðir líklega
sett í rannsókn. Viðhorfið er að
mörgu leyti á lágu plani. Það getur
hver maður gengið hér um borð í
skip og sagst vera sjómaður. Próf-
aðu að fá þér hamar og segjast
vera iðnaðarmaður. Menn gleyma
því að það er fagvinna að vera
fullgildur og góður sjómaður.
Maður með tíu ára reynslu á tog-
ara er t.d. alveg ómetanlegur. Það
væri vonlaust að manna togara
eða loðnuskip með eintómum
viðvaningum. Það mundi ganga
lítið, þeir vissu ekki neitt í sinn
haus. Það verður hver maður um
borð að þekkja sitt starf því ef
menn gera vitleysu geta þeir
steindrepið fjölda manns.
Að þekkja öll
störf um borð
Við erum að mennta menn til
að stjórna og til þess þarftu að
þekkja öll störf háseta og annarra
um borð. I skólanum sem ég var í
vorum við látnir í öll skítverk sem
til voru til þess að við kynntumst
þeim og værum færir um að segja
mönnum fyrir verkum. Stýri-
mannsstarfið er bæði verklegt og
bóklegt. Hann þarf að vera fyrsti
maður á dekki og þilfari og geta
stjórnað vinnu þar, svo þarf hann
að taka við stjórn skipsins, setja út
stefnur o.þ.h. þegar hann kemur
I frímínúlum er gott að leggja sig. Þeir sögðust liggja á meltunni þessir, mötuneytis-
fæðið f skólanum virðist vel þegið. Annars voru þeir í hrókasamræðum Ifklega um fagið
eða kannske ...
52
VÍKINGUR