Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 54
lendingar erum brautryðjendur í
fiskveiðitækni í sambandi við
Astik og annað. Við reynum að
fylgjast með þeim hlutum eftir
bestu getu. Ég tel að við verðum
að fá nýja tölvu, nýjan samlíki.
Það kostar svona 3—400 miljónir
nýkrónur. Ég tel að báðir skól-
arnir ættu að vera saman um
svona hlut. Við verðum að stefna
að því. Þeir eru komnir með svona
í Kaupmannahöfn og Tromsö og í
Grenoble í Frakklandi.
Ég vona að samstarf okkar við
Landhelgisgæsluna haldi áfram
að vera jafn gott og það hefur
verið. Við höfum fengið að fara út
með þeim í 3—4 sólarhringa og
lært á tækin í praksís. Þetta er eins
og skólaskip.
Togaramir bestu skólaskipin.
— En hvað með skólaskip?
— Ég tel að oft sé talað um
skólaskip af þó nokkru óraunsæi.
Við erum ekki stór þjóð og skóla-
skip kostar mikla peninga. Togar-
arnir eru okkar bestu skólaskip og
við gætum nýtt skipaflotann okk-
ar ef það væri skipulagt. Við
þyrftum helst að eiga skip eins og
Danirnir eru með, Hans Christian
Andersen. Reksturinn er bara svo
dýr. Þegar skólarnir eru svo í fjár-
svelti er ég hræddur um að það
kæmi niður á þeim. Til að fá góð
tæki hér tel ég heppilegra að fá að
fara á varðskipunum eða skipum
Hafrannsóknarstofnunar í viku
með hvern bekk.
— Þeir vilja fá lengri tíma.
— Já, já. En það er reynsla mín
að eftir svona tvo sólarhringa eru
þeir orðnir þreyttir að fylgja
ákveðnu kennsluplani. Á skóla-
skipum er mjög stíft og ákveðið
kennsluplan frá átta á morgnana
fram eftir öllum degi og þar að
auki vaktir. Það væri líka hægt að
semja við útgerðarmenn á togur-
unum um að taka tvo — þrjá
nemendur í mánaðartíma t.d.
Góður skipstjóri er besti kennar-
54
inn. Við verðum að leggja bók-
legan grunn í landi og fá svo
reynsluna á sjónum. En myndu
nemendur vilja vera á þessum
skipum í mánuð, kauplaust? Ég er
hrifinn af að þessi hugmynd verði
skoðuð nánar.
Hér verður ekki lifað
nema sóttur sé sjór
— Ert þú í nokkrum vafa um
mikilvægi sjómannanáms í fram-
tíðinni?
— Nei, og ég trúi ekki að neinn
sé það. Annars er það sem ég kalla
meginlands hugsun að verða æ
algengari hér. Menn vilja gleyma
því að Island er eyja, umlukin hafi
og hér verður ekki lifað nema að
sóttur sé sjór og hægt sé að sigla að
og frá landinu á íslenskum skip-
um. Þegar við misstum sigling-
arnar úr höndum okkar, misstum
við sjálfstæðið. Ég er ekki á móti
því að fjölgað sé atvinnutækifær-
um í landinu og það er verið að
tala um ofveiði og of mörg skip.
En svo lengi sem hér verður lifað,
verður að sækja sjó. Þetta er eitt
mesta matvæla forðabúr Norður-
hafa.
Þurfum að efla
kaupskipaflotann
— Er ekki komið nóg af skip-
stjórnarlærðum mönnum?
— Það virðist alls ekki vera
miðað við allar þær undanþágur
sem eru í gangi. Annars finnst mér
að við ættum að auka siglingar
okkar, við erum með of mörg
leiguskip. Það var t.d. stórt júgó-
slavneskt skip að flytja héðan
skreið. Af hverju er ekki íslenskt
skip látið gera það? Þessu ætti að
stjórna af stjórnvöldum. Það eru
íslendingar sem eiga skreiðina og
þeir eiga að nota íslensk skip þó
leigan sé e.t.v. aðeins hærri. ís-
lensku skipafélögin gætu þá keypt
sér fleiri skip. Það væri fróðlegt að
kanna það hvað mörg erlend
leiguskip eru hér á ári. Utanríkis-
siglingar eru þriðji hæsti gjald-
eyrisskapandi atvinnuvegur
Dana, verslunarflotinn aflaralveg
óhemju af gjaldeyri. Þetta er hlut-
ur sem vill gleymast.
Égbenti einmitt á það í skóla-
setningarræðunni að ef saga sjó-
mannamenntunar í landinu er
skoðuð, kemur í ljós að fjölgun
nemenda þar fer alltaf saman við
góðæri í landinu. Það gerðist bæði
áður en skútu- og togaraöldin
hófst og þegar siglingar hófust til
landsins 1914. Við ættum að huga
betur að stækkun kaupskipaflot-
ans og hlusta á þá menn sem eru
að berjast fyrir því. Andinn hérna
er bara þannig að það þykir fínna
að opna innheimtuskrifstofu í
Austurstræti heldur en að sitja í
Stýrimannaskólanum. Það var
ekki þannig þegar við vorum að
ná okkur á strik á hafinu. Það er
mikil ábyrgð sem hvílir á þessum
mönnum. Þeir fá mikið í hendur.
E.Þ.
Ef einhver gefur þér svokallað
gott ráð — gerðu hið gagnstæða
— í níu af hverjum tíu tilfellum er
það það sem rétt er að gera . . .
★
Hefuru nokkum tíma haft það
á tilfinningunni að kosningar
væru aðeins hafðar til að komast
að því hvort skoðanakannanirnar
væru réttar ???
★
Ef þú vilt ekki vinna verður þú
að vinna svo þú eignist nóga pen-
inga til að þurfa ekki að vinna . . .
★
Hagskýrslur eru eins og bikini
sundföt. Það sem þær sýna gefur
ýmislegt til kynna — en það sem
þær fela er áríðandi...
VÍKINGUR