Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 55
Atvinnuhorfurnar ekkí stórglæsilegar — segja nemendur Stýrimannaskólans Uppi í risi í Stýrimannaskól- anum, í herbergi nemendafélags- ins með útsýni yfir sundin blá, spjölluðu tveir nemendur á 3. stigi Stýrimannaskólans við blaða- mann. Gunnar Júlíusson er 23 ára Reykvíkingur. Hann hætti námi eftir fyrsta bekk menntaskóla og vann ýmis störf í landi eftir það. Síðan fór hann á sjóinn, aðallega á fiskiskip og eftir það í Stýri- mannaskólann. — Viðhorfið til námsins og skólans er allt annað núna en var áður hjá mér. Núna finnst mér reglulega gaman að læra en þótti það drepleiðinlegt áður. Ég vil endilega læra meira og Gunnar Júlíusson, Reykjavík, fomiaður nemcndafélagsins. „Ég kunni ekki á nein tæki þegar ég kom í skólann en var búinn að vera 21 mánuð á fiskibáf fór þess vegna á 3. stigið, segir Gunnar. Sigurður D. Sveinsson er 21 árs Reykvíkingur. Hann var orðinn hundleiður í skóla þegar hann var í 2. bekk gagnfræðaskóla en fékk ekki að hætta og var lægstur í bekknum. Eftir það hvíldi hann sig á skólum og fór á sjóinn og hefur lengst af verið á farskipum en settist í undirbúningsdeild Stýri- mannaskólans fyrir þrem árum og varð langhæstur á prófi upp úr undirbúningsdeildinni. Áhugi á farmennsk- unni minni en áður Sigurður er fyrst spurður hvort hann sé í skólanum af því hann hafi áhuga á sjómennsku og ætli sér að stunda hana. — Það var þannig fyrst en er alltaf að breytast, segir hann. Nú langar mig kannske að læra eitt- hvað meira. Starfið hefur breyst mjög mikið, nú er farið að senda skipin út í leigur. Menn eru þá í fleiri mánuði að heiman. Kaupið er heldur ekki það mikið að maður geti ekki náð því í landi. Það voru viss fríðindi að geta verslað úti ódýrt þegar komið var heim á hálfsmánaða fresti en þegar verið er uppí fimm mánuði úti, detta þau fríðindi niður. Það skapast líka óánægja milli manna þegar sumir eru alltaf í leigum en aðrir ekki. Lág laun Laun stýrimanna hafa dregist mjög aftur úr segir Gunnar. 3. Sigurður D. Sveinsson, Reykjavík. „Far- mcnnskan er ekki eins heillandi og hún var.“ stýrimaður er t.d. lægra launaður en bátsmaður. Hann er samt bú- inn að vera 24 mánuði á sjó, þrjú ár í skóla og eitt ár i viðbót á sjó sem háseti til þess að fá stýri- mannsréttindi. Hann er því búinn að vera sex ár í þessu. Maður vildi jafnvel frekar vera á dekki heldur en verða stýrimaður. Upp úr 1970 var svo mikið um stýrimenn að þeir voru sums staðar allt upp í þrír á dekki því þeir komust ekki að sem stýrimenn. Þetta er eitt- hvað að breytast núna. Sigurður: Það versnar ábyggi- lega aftur því nú á að fara að fækka skipum og mönnum á þeim. Þeir eru að reyna að koma stýrimönnum á flutningaskipum VÍKINGUR 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.