Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 57
tíminn getur verið mjög misjafn hjá mönnum. Áður fyrr þegar skólinn var í tveim deildum þurftu menn að hafa reynslu á fleiri en einni tegund skipa. Dansleikir með Kvennó Hvernig er félagslífið hjá ykkur hérna? Gunnar: Það er ekkert komið í gang ennþá. Við vorum með tíma á sal sl. miðvikudag eins og ætl- unin er að hafa í vetur með fyrir- lestrum um ýmis efni. Þá tók ég að mér að kynna reglur skólans o.þ.h. og síðan æxlaðist það þannig að ég tók að mér að vera formaður nemendafélagsins því sá sem kos- inn var í fyrra er hættur í skól- anum. Sigurður: Það er starfandi íþróttanefnd, skemmtinefnd og ritnefnd. Blaðið kemur út tvisvar á vetri og ágóðinn fer í ferðasjóð þriðja bekkjar. Skemmtinefnd sér um að halda nokkra dansleiki sem haldnir eru með öðrum skólum, kvennaskólanum t.d. . .. það verður að blanda þetta aðeins. Gunnar: Við æfum handbolta og fótbolta og keppum við Vél- skólann o.fl. Svo eru frjálsir íþróttatímar í leikfimisal Kenn- araháskólans. — Háir það ykkur ekkert að hér skuli vera bara eitt kyn? Gunnar: Það háir okkur ekkert meira en í starfinu. Það er yfirleitt bara eitt kyn líka út á sjó. Annars hafa verið nokkrar stelpur í skól- anum. Það er ein að koma núna á þriðja stigið, segir Sigurður og bendir út um gluggann þar sem Eyrarfoss er að sigla inn í höfnina. Blaðamanni fannst undarlegt að hægt væri að greina það úr þessari fjarlægð en slíkt þjálfast víst eins og það að vera fjárglöggur í sveit- inni. Gunnar: Þær voru þrjár í fyrra, ein útskrifaðist sem farmaður. Það byrjaði víst engin stelpa á fyrsta stigi núna. Yfirvinnusýki Síðan berst talið að reynslu Sigurðar og Gunnars á farskipum og hvað þeim finnst að betur mætti fara á þeim vinnustað. Sigurður: Það er ekki leyfilegt enn út á sjó að neita að vinna yfirvinnu þó það viðgangist í landi. Menn eru kannske búnir með sína átta tíma þegar þeim er skipað að fara út að mála af því að það er sól. Þar geta þeir svo verið allt upp í 20 tíma. Ef menn neita að vinna yfirvinnu er bara reynt að koma þeim í land þó að í samningum standi að menn séu sjálfráðir hvort þeir vinni yfir- vinnu eða ekki. Gunnar: Það virðist ekkert skipta máli hvort er sunnudagur eða ekki. Við vorum ræstir upp á sunnudegi einu sinni og skipað að fara út að mála. Þegar búið var að ræsa alla, byrjaði að rigna svo ekkert var hægt að gera. Um fjögur leytið var svo allt orðið þurrt aftur og stýrimaðurinn hringdi niður og sagði okkur að fara út. Við neituðum því allir — dagurinn að verða búinn. Sigurður: Það er eins og menn geti ómögulega hætt að láta vinna yfirvinnu. Við erum látnir mála í höfnum frekar en að fara í land. Gunnar: Ég var einu sinni alltaf að mála sama blettinn. Það var undir olíuröri sem náði aldrei að þorna almennilega milli þess sem losað var í höfnum. Ég var látinn mála það aftur og aftur. Menn geta orðið óskaplega þreyttir á svona vinnubrögðum, þau þekkj- ast t.d. ekki á fiskiskipum. Þar eru skipin máluð almennilega einu sinni á ári. Að vera yfir- eða undirmaður Sigurður: Það er vonandi að maður passi sig á að fara ekki út í svona vitleysu ef maður verður stýrimaður. — Er valdastrúktúrnum haldið við um borð? Sigurður: Hérna borða undir- menn sér og yfirmenn sér. Ég hef heyrt þetta sé að breytast á Norðurlöndunum. Það eru víst komnir sameiginlegir borðsalir. Mér finnst viðhorfið líka vera að breytast hér. Það eru einstöku gamlir menn sem eru harðir á þessu. Sumir skipstjórar ganga á eftir hásetunum allan daginn til að sjá hvort þeir geri ekki ein- hverja vitleysu. Ég var einu sinni nýbúinn að þvo brúna, brúar- gluggana og allt saman þegar skipstjórinn fór með tannstöngul og gat plokkað út drullu einhvers staðar. Ég var látinn þrífa allt aftur .. . Og strákarnir halda áfram að mennta sig í sjómannafræðum, kannske með örlítið önnur viðhorf til starfsins en afar þeirra. Breyttir tímar en .. . sjórinn verður alltaf til þrátt fyrir tæknibyltingar. Við óskum þeim góðs gengis. E.Þ. 57 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.