Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 63
vantar skilning og vilja á þessum
málum hjá útgerðinni.
Það er mjög skrýtið að menn
skuli yfirleitt fást til að vinna þessa
vinnu miðað við hve kaupið er
lágt og vonir um upphækkanir
litlar.
— En eru ekki einhver fríðindi
samfara þessu?
— Fríðindi í formi innkaupa í
útlöndum héldu líklega aftur af
kaupkröfum manna fram til 1970.
Þá var ástandið orðið svo slæmt í
launamálum að menn sögðu upp í
hrönnum. Ég veit um einn sem fór
til Danmerkur þá og fékk helm-
ingi hærri laun þar en hann hafði
hér. Þetta hefur breyst mjög. Nú
er enginn möguleiki á smygli og
menn stunda það almennt ekki.
Við höfum t.d. ekki sömu skatta-
fríðindi og Danir hafa. Vegna þess
hve farmenn hafa lítil tækifæri til
að njóta þeirrar samneyslu sem
skattarnir borga, hafa þeir mun
minni skatta. Hér er ákveðinupp-
hæð frádráttarbær af þessum sök-
um en hún er ekki umtalsverð.
Videoin kærkomin
Hvernig er með aðstöðu ykkar
um borð til tómstundastarfa?
— Við fáum senda bókakassa
en úrvalið í þeim er mjög tak-
markað. Það er verið að reyna að
gera þar einhverjum óskilgreind-
uni meðalsjómanni til hæfis. Það
er furðulegt þegar við eigum bara
einn Nóvelshöfund að bækur eftir
hann skuli vera í tíunda hverjum
kassa en Alister McLean er í
hverjum einasta. Það er virkilega
gott það sem er að gerast núna,
þegar blessuð videoin eru að hefja
innreið sína. Ég er mjög ánægður
með það en það versta er að í
alltof mörgum skipum er engin
aðstaða til að horfa á þau. Sums
staðar eru messarnir það litlir og
stólarnir harðir og óþægilegir að
það endist enginn til að horfa á
heila mynd. Þetta styttir mönnum
siglingarnar mjög mikið. Það væri
mjög til bóta ef samvinna næðist
við íslenska sjónvarpið um að taka
upp frétta- og umræðuþætti og
senda um borð í skipin. Það
mundi tengja menn ótrúlega mik-
ið því sem er að gerast í landinu.
Við verðum hálfgerðir útilegu-
kallar í allri þjóðfélagsumræðu.
Þetta þyrfti ekki að verða mjög
kostnaðarsamt en þyrfti skipu-
lagningar við, t.d. væri hægt að
senda spólur með mönnum sem
eru að fljúga út úr fríum, í þau
skip sem ekki sigla heim.
Án okkar —
engin skipafélög
Hvað viltu segja að lokum um
atvinnuhorfur ungra stýrimanna?
— Ég tel einu vonina hjá þeim
þá að íslendingar halli sér meir að
utanlandssiglingum. Ég vona líka
að takist að samræma hagsmuni
skipafélaganna og áhafnanna
þannig að menn geti valið um
hvernig siglingar þeir stunda. Það
er t.d. að mörgu leyti þægilegra
fyrir eldri menn að stunda utan-
landssiglingar. Þeir geta jafnvel
tekið konuna með sér en yngri
menn sem eiga ung börn þurfa
meir á því að halda að koma heim.
Þetta þyrfti að vera tekið til
greina.
Mönnum er ráðstafað algjör-
lega af útgerðinni og verða bara
að hlíta því sem þeim er sagt. Það
getur t.d. allt í einu komið skipun
um ferð sem lengir túrinn um
mánuð miðað við það sem áætlað
var.
Þessir aðilar verða að reyna að
samræma hagsmuni sína því án
skipafélaga fáum við ekki vinnu
og án okkar geta þeir ekki rekið
sín félög.
Þetta voru lokaorð Páls Her-
mannssonar sem væntanlega á
eftir að standa í ströngu í komandi
samningagerð. Vonandi er að
fullyrðing hans í lokin verði virt
báðum aðilum til hagsbóta í þeim
viðræðum sem í hönd fara.
E.Þ.
VIKINGUR
63